Svipað fyrirbæri og innleiðing fúsksins í aðdraganda Hrunsins.

Í viðamiklum rannsóknum á orsökum bankahrunsins 2008, bæði hér og erlendis, kom skýrt fram hve óheillavænleg áhrif svokölluð afregluvæðing kerfisins og slælegt eftirlit hafði á efnahagskerfið og bankakerfið. Hverskyns fúsk óð uppi og þótti eftirsóknarvert. 

Þetta kom til dæmis mjög vel fram í viðamikilli og vandaðri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en bæði í henni og öðrum rannsóknum var það talið mikilvægt að lærdómar yrðu dregnir af þessu og ráðist gegn fúskinu. 

En nú ber svo við að það er að rísa ný bylgja viðleitni til þess að læra ekki einasta ekkert af þessu, heldur sækja fram á sem flestum sviðum varðandi það að aflétta sem kröfum og eftirliti með milljarða starfsemi, sem skiptir hina almennu borgara miklu máli, og þarf á gæðum, kunnáttu og nákvæmni að halda. 

Enn á ný, aðeins rúmum áratug eftir Hrunið, skal fúskið leitt til öndvegis. 

Gegnir þetta furðu á tímum krafna um framfarir og vandaðra vinnubragða á tímum batnandi menntunar og hæfni. 

Kannski verður næsta skref að fella niður öll skilyrði, sem gilt hafa um fasteignasölu og fasteignasala?

Kæmi ekki á óvart. 

G


mbl.is Segja misráðið að fella niður leyfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur ekki á óvart. Þessi þjóð hefur ekki og mun aldrei læra af mistökm.

Thordur Gislason (IP-tala skráð) 24.10.2019 kl. 11:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það lærðu engir neitt á hruninu nema banksterarnir sjálfir líklega kannski. Þeir vita núna hvað þeir þurfa að varast. Enda gengur þeim aldrei betur en núna. Það er komið nýtt fólk í allar fyrri valda-og eftirlitsstöður sem eru tilbúið að gera sömu mistökin aftur.

Thordur Gíslason hefur rétt fyrir sér.

Halldór Jónsson, 24.10.2019 kl. 13:21

3 identicon

mér sýndist allar eftirlitstofnanir væru til fyrir hrun á pappír en gerðu harla lítið núverandi kerfi gerir en þá minna nema eru duglegri að eiða peningum skattgreiðenda. enda virðumst við vera stofnannaóð þjóð ef marka má rannsóknir 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.10.2019 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband