Vaxandi flækjustig og minnkandi reynsla er varasöm blanda.

Nú er búið að rekja þá atburðarás og tengja saman þau níu atriði, sem misfórust í fyrra slysinu á Boeing 737 Maxx. Eins og oft gerist í slysum er það röð mistaka sem leiða til slyssins, og oft nægir að eitt atriði af mörgum hafi ekki verið til staðar til þess að koma í veg fyrir slysið. 

Tvö undirliggjandi atriði í viðbót má nefna í því sambandi. Annað er tengt þeim orðum Henry Ford, að "það sem ekki er í bílnum bilar aldrei" og ljóst er að ef ekkert MCAAS kerfi hefði verið í þotunum tveimur, sem fórust, hefði ekkert slys orðið. 

Annað atriði snertir hinn mikla vöxt í farþegaflugi í heiminum og hina hörðu samkeppni. 

Þetta hefur orðið til þess að lítt reyndum flugmönnum hefur fjölgað og þar með hefur hættan á mistökum flugmanna aukist. 

Hluti af lausn Max-málsins getur verið að minnka flækjustigið og einfalda hlutina og herða kröfur til reynslu flugmanna. 

 

P.S.  Enn einu sinni er talað um að forða slysi í tengdri frétt. Forða slysinu hvert?

Það er hægt að tala um að koma í veg fyrir slys, forða einvhverjum frá slysi eða afstýra slysi en hins vegar rökleysa að hægt sé forða slysi. 


mbl.is Röð mistaka leiddi til þess að þotan fórst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Eþópíski flugstjórinn var með rúmlega 8000 flugtíma og indóníski með rúmlega 6000 flugtíma, þar var ekki um óreynda flugstjóra að ræða í þessum tveim slysum

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.10.2019 kl. 10:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En það þarf ekki að skoða slysin síðustu árin lengi til að sjá, að reynslan hefur minnkað, einkum hjá aðstoðarflugstjórunum, sem reynir því meira á sem úrlausanarefnin eru flóknari á of stuttum viðbragðstímum. 

Og þetta mál er efst á baugi núna í alþjóðlergri umræðu um leiðir til útbóta. 

Ómar Ragnarsson, 26.10.2019 kl. 15:02

3 identicon

Ómar (15:02). "...reynslan hefur minnkað, einkum hjá aðstoðarflugmönnum..." Gildir þessi fullyrðing einnig um ísl. flugfélög?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2019 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband