Minnir um sumt á skondið atvik á Hellissandi hér um árið.

Mótsögnin, sem greint er frá á tengdri frétt á mbl.is varðandi strætóstoppistöð á hringtorgi  minnir um sumt á atvik á Hellissandi fyrir ´rúmum aldarfjórðungi. 

Þar hafði gata ein verið merkt með viðeigandi umferðarmerki sem einstefnuakstursgata, en íbúarnir mynduðu smám saman þá hefð að virða ekki þetta merki, heldur aka í báðar áttir án þess að það ylli neinum vandræðum lengi vel, því að allir vissu þetta og fannst einstefnuskyldan óþörf. 

En síðan fór samt þannig að árekstur varð, og varð það niðurstaða málsins í fyrstu, að sá sem ekið hafði í blóra við einstefnumerkið skyldi samt fá tjónið bætt frá hinum ökumanninum. 

Fyrir hreina tilviljun komst málið á borð sjónvarpsstöðvar og leist þá málsaðilum ekkert á blikuna með áframhald málsins, sem var hið skondnasta, því að sá, sem ætlunin var að láta borga tjónið kom frá Stykkishólmi og hafði ekki hugmynd um hina sérkennilegu hefð, sem myndast hafði varðandi það að hunsa bann einstefnumerkisins átölulaust. 

Var því málið leyst með því að aðkomumaðurinn skyldi teljast hafa verið í rétti og að málið færi ekki lengra. 

Nú er spurningin hvað gert yrði ef svipað gerðist á Hagatorgi, að þar yrði árekstur eða annað atvik vegna strætóstoppistöðvarinnar. 


mbl.is Vagnstjórar Strætó gætu átt von á sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Þú þarft og átt að stoppa á ytri hring í hringtorgi fyrir umferð sem er að fara út úr innri hring.  Svo eitthvað er þá þessi sér íslenska umferðaréttur í hringtorgum að rekast á annað horn.  Úti gildir hægriréttur í hringtorgum

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 14.11.2019 kl. 09:33

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann var líka á Snæfellsnesi karlinn sem ávallt fór yfir á öfugan vegarhelming þegar hann þurfti yfir blindhæð.

"Maður veit aldrei hverju þessir andskotar taka upp á!" var skýringin.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.11.2019 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband