Bættur Reykjavíkurflugvöllur er samt skásti kosturinn.

Þegar talað er um að ekki sé vænlegt að endurbæta Reykjavíkurflugvöll verður að gæta þess, Ð þrátt fyrir það eru aðrir kostir mun verri og seinlegri.

Með lengingu austur-vestur brautarinnar þarf ekki að gera neinar veðurfræðilegar athuganir, því að miðað við algengustu hvassviðraáttina er þetta langbesta flugbrautarstæðið á sunnan- og vestanverðu landinu og með aðflug yfir sjó í aðra áttina en yfir opið svæði í Fossvogsdal í hina áttina. 

Flugvöllur með sama notagildi í Hvassahrauni yrði margfalt dýrari og á svæði með nun verri flugskilyrði, auk þess sem undir honum er dýrmætt vatnsverndarsvæði.  

Þráhyggjan um  það endilega þurfi að byggja íbúðabyggð í Vatnsmýri vegna þess hve það svæði liggi vel við slíku byggist á því að leggja allt annan mælikvarða á flugmannvirki en siglingamannvirki og vegamannvirki. 

Ef flugmannvirki skulu ætíð víkja fyrir íbúðabyggð ætti hið sama að gilda um Reykjavíkurhöfn, sem tekur jafn mikið pláss í borgarlandinu og er nær þungamiðju þess. 

Vatnsmýri lá fram yfir miðja síðustu öld nálægt þungamiðju höfuðborgarsvæðsins, en það hefur gerbreyst; slík þungamiðja liggur nú á mörkum Elliðaárdals og Fossvogsdals. 

Furðulegt er að sjá enn þá röksemd gerða að fyrstu frétt i fjölmiðli, að ef flugvðllur hefði ekki verið gerður í Vatnsmýri/Skildinganesi hefði engin byggð risið austan Elliðaáa. 

Austan Elliðaáa og sunnan Fossvogsdals búa nú um eða yfir 100 þúsund manns, og það blasir við hvílík fjarstæða það er, að 100 þúsund manns hefðu geta komist fyrir í Vatnsmýri.   

 

 


mbl.is Ekki vænlegt að endurnýja Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ómar! það liggur fyrir stór og mikil flétta á bakvið allar þessar hrókeringar um flugvelli hér og þar á Íslandi. Eftir að "vissum markmiðum" er náð í landinu þá koma hér aðilar sem engin íslendingur vill að komi inn fyrir sínar bæjardyr basta!Þetta er eins og venjulega augljóst fyrir þá sem "vilja sjá" og fléttan sem er í þó nokkrum útfærslum eftir því hvernig tekst til á hverjum stað fyrir sig og hvaða minnihlutahópum verður kastað út. Þessar vangaveltur er núna mikið ræddur meðal "spámanna" erlendis og er mikið grúskað, vægast sagt!

50 cal.CTREX+D

Eyjólfur Jónsson, 22.11.2019 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband