Teslurnar eru réttnefnd "ólíkindatól".

Á dögunum var greint frá því hér á síðunni að í hinu virta bílablaði hefði Tesla 3 rúllað upp Audi 4 dísil, Benz dísil-tengiltvinnbíl  og BWw bensín-tengiltvinnbíl í ítarlegum samanburði á þessum fjórum bílum, sem eru allir af svipaðri stærð og afli og álíka dýrir. 

Vafasamt er að áður hafi þrír þýski eðalbílar farið slíkar hrakfarir fyrir bíl ættuðum úr annarri heimsálfu.  

Teslan reyndist meira að segja jafnoki svonefndra ofurbíla í hröðun. 

Tesla Cybertruck virðist vera enn meira ólíkindatól á tvo vegu miðað við frétt af frumsýningu hans. 

Á Youtube má sjá bílablaðamenn skýra frá reynsluakstri á Tesla 3, og tók  annar þeirra viku í að gera hann að einkabíl fyrir sig. 

Tækniundrin í bílnum eru ævintýraleg á flesta lund, allt upp í það að láta bílinn sjálfan um aksturinn og geta ekki aðeins fylgst með hvað sést í myndavélum, sem gegna hlutverki spegla í bílum, heldur séð yfirlitsmynd beint ofan frá á umferðina í kringum bílinn. 

Bíllinn ilmar af nýjungum og frumlegum lausnum, svo sem varðandi loftræsti og miðstöðvarkerfið og umgengni við bílinn ekki bara í nánd við hann, heldur hvaðan sem er 


mbl.is Brutu rúður Tesla Cybertruck á frumsýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Teslan er, verðsins vegna, aldrei annað en leikfang fyrir auðmenn.

Sem væri ágætt ef ríki heimsins gætu drullast til þess að leyfa þessum ökutækjum að vera einmitt það: leikföng fyrir auðmenn.  Svona á meðan þetta er í þróun.  Láta ríkt fólk borga fyrir þróunina.

En nei, þetta er niðurgreitt.  Í Noregi niðurgreiða þeir Teslurnar fyri auðmennina, se nota þær sem bíl nr 2.  Eins fyrir USA.

Rafbílar eru bíll nr 1 eða 2 fyrir fólk se á 2 (tvo) eða fleiri bíla.  Fólk sem á pening.  Fólk sem hefur efni á nýjum bíl.

Sama hvað þröngsýnir og heimskir draumóramenn halda þá eru enn 10-20 ár í að þetta verði vitrænt fyrir *mig* eða fólk í minni aðstöðu.

Allt þarf að endast í 20 ár.

Allt þarf að vera nýtilegt á vitrænan hátt eftir 15 ár.

Allt þarf að komast *lágmark* 250 km vð verstu hugsanlegu aðstæður.  Eftir 15 ár.

Það er í vinnzlu.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2019 kl. 15:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það nýjasta á döfinni:  Silikon í stað grafít í geymunum 20 prósent meiri geymd á rafhlöðunum. Verðlækkun um helming. Tíu sinnu hraðari hleðsla. Ef verðið á nýju Skoda Citigo/VW e-up/Seat rafbílunum verður á svipuðu róli og í Þýskalandi,  þar sem þessir bílar verða 30 prósent ódýrari en ódýrustu bílarnir, getur "litli maðurinn keypt sér aldeilis nógu stóran rafbíl 4 sæta, fyrir 2,6 millur. 

Þeir verða með meira en 200 km raundrægni, 130 km hámarkshraða og hröðun 0-100 á 12 sekúndum. 

Síðuhafi krækti sér í 2ja milljóna 2ja sæta nýjan rafbíl sem fer 90 km á hleðslu og nær 100 km hraða. 

Miðað við bensínbíl jafndýran sparast 12 þúsund krónur í bensín á mánuði og raforkan kostar 3 þúsund á mánuði.  

Ómar Ragnarsson, 26.11.2019 kl. 17:47

3 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.11.2019 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband