Þarf kannski að bíða í nokkra áratugi eins og gert var með tóbakið?

Tóbaksframleiðendur og aðrir, sem högnuðust á framleiðslu og sölu tóbaks áttu ekki í miklum erfiðleikum með það fyrir um 60 árum að koma fram með gögn, sem sýndu, að tóbaksreykingar væru hollar en ekki óhollar. 

Það tók meira en 40 ár að komast að skaðsemi tóbaksreykinga, en meira að segja vísindamenn, sem kvaddir voru fyrir þingnefndir sóru og sárt við lögðu að tóbakið væri skaðlaust. 

Nú vaknar spurningin hvort það þurfi að bíða í nokkra áratugi með rafretturnar eins og með tóbakið. 


mbl.is Tengja rafrettur við sjaldgæfan lungnajúkdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það má setja hvað sem er í staðin fyrir orðið rafretturnar.

    "Nú vaknar spurningin hvort það þurfi að bíða í nokkra áratugi með led perurnar eins og með tóbakið."     "Nú vaknar spurningin hvort það þurfi að bíða í nokkra áratugi með rafhlöður í rafbílum eins og með tóbakið."   "Nú vaknar spurningin hvort það þurfi að bíða í nokkra áratugi með herbalife eins og með tóbakið."    "Nú vaknar spurningin hvort það þurfi að bíða í nokkra áratugi með raflagnir eins og með tóbakið."    "Nú vaknar spurningin hvort það þurfi að bíða í nokkra áratugi með snjallsíma eins og með tóbakið."   "Nú vaknar spurningin hvort það þurfi að bíða í nokkra áratugi með hvítan sykur eins og með tóbakið."   "Nú vaknar spurningin hvort það þurfi að bíða í nokkra áratugi með lambakjötið eins og með tóbakið."   

Og þannig segja óbeint að það sé að sjálfsögðu stór hættulegt heilsu manna þó smáatriði eins og sönnun þess skorti í augnablikinu. Gamalt og gott áróðursbragð og mikið notað þegar trú manna er ekki studd neinum gögnum.        

Vagn (IP-tala skráð) 6.12.2019 kl. 00:53

2 identicon

Sæll Ómar.

Loftslagsváin - hamfarageggjunin er vitanlega
ekkert annað en markaðssetning á vöru sem menn
ætla sér að græða á. Flóknara getur það aldrei orðið.

Allt stjórnast það af einni af dauðasyndunum 7, Græðgi.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.12.2019 kl. 02:00

3 identicon

Reyndar er nú ljóst að þetta tengist allt e vítamíni / thc vökvum... það þarf að hita meira ef thc er í vökva, sem gerir þetta hættulegra.

Flestir játuðu að hafa notað thc/cannabis vökva, þeir sem sögðust ekki hafa gert það áttu eitt sameiginlegt, þeir búa í fylkjum þar sem cannabis er bannað, ef þeir hefðu játað cannabis notkun þá hefði sjúkratrygging fallið út.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.12.2019 kl. 14:11

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Útúrsnúningar virðast ær og kýr Vagn. Það er komin þúsunda ára reynsla á lambakjötið, aldar reynsla á raflagnir og enn lengri reynsla á hvítasykur. Það blasir við að það er hreinn útúrsnúningur að leggja þetta að jöfnu við rafrettur. 

Ómar Ragnarsson, 6.12.2019 kl. 15:09

5 identicon

Staðreyndir og að benda á rökvillur í málflutningi er bara útúrsnúningur í augum á þeim sem kjósa blekkinguna.

Tóbak var ekki fundið upp af Evrópubúum á síðustu öld. Það var komin þúsunda ára reynsla á það þegar loksins einhverjum þótti ástæða til að efast um hollustu þess. Og það er bara á síðustu áratugum sem óhollusta gömlu geymsluaðferða lambakjöts, saltað eða reykt, hefur komið í ljós. Steiking á víst ekki að vera neitt skárri og það eru glettilega margir sem segja allt kjöt varasamt.

Fyrir nokkrum árum síðan var hægt að kaupa þjónustu manns sem "mældi" og "lagaði" raflagnir í húsum. Sagðist lækna með því ýmsa kvilla og koma í veg fyrir krabbamein. Hann kom til bjargar því fólk vildi ekki bíða í nokkra áratugi efir að hættan uppgötvaðist. Háspennulínur, sætuefni, salt, sjónvarpsskjáir, GSM símar og sendimöstur hafa einnig hrætt marga. Og nú er það rafrettan.

Image result for old tobacco adsRelated imageImage result for kids in old tobacco adsImage result for old tobacco ads

Vagn (IP-tala skráð) 7.12.2019 kl. 01:43

6 identicon

Ágætur Vagn. Þjér gætið athugað ThunderboltsProject á youtube.

Skuggi (IP-tala skráð) 9.12.2019 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband