Svo eru aðrir sem nærast á því að segja: "Við og þau."

Mikil speki og lífsreynsla drýpur af vörum ungs Nóbelsverðlaunahafa þegar hann tekur við friðarverðlaununum: "Það er ekkert við og þau" segir hann og tekur sem dæmi langvarandi styrjöld og styrjaldarástand á milli Eþíópíu og Eritreu og reynslu sína af því að hafa þjónað þar í fremstu víglínu og upplifa strádráp vina sinna og félaga. 

Í ferðum úm Eþíópíu 2003 og 2006 blasti við böl stefnunnar "við og þau". 

Þótt ekki ríkti styrjöld þá milli ríkjanna var enn í gildi yfirlýst hernaðarástand, sem gaf valdasjúkum leiðtogum færi á að viðhalda einræðisstjórn og tækjum til að halda þjóðlífinu í heljargreipum.   

Víða um landið blöstu við ónotuð eða ónýt mannvirki frá tímum fyrri einræðistímum hjá Haile Selassie keisara, Mussolini, keisarans á ný, Mengistu eftir kommúnistabyltingu og þá harðstjóra, sem komu á eftir. 

2003 og 2006 voru íbúar Eþíópíu rúmlega 80 milljónir en í landinu öllu voru aðeins tíu litlar flugvélar í einkaeigu og við borgina Arba Minch var stærðar flugvöllur með bruðlkenndri flugstöð mað marmaragólfum, en í mesta lagi umferð upp á eina flugvél á dag. 

Þvert yfir landið sunnarlega liggur þráðbeinn upphækkaður vegur frá tímum Mussolinis, löngu gerónýtur vegna viðhaldsleysis, og svo illfær fyrir öfluga jeppa, að mestalla þessa þjóðleið er ekið meðfram veginum sitt á hvað. 

Þjóðartekjurnar og hagkerfið voru þá álíka stór og á Íslandi, þannig að fjárhagsleg kjör íbúa landsins eru að meðaltali 300 sinnum lakari en hjá okkur, eða, með öðrum orðum, að árstekjur meðalmanns í Eþíópíu eru álíka miklar og tekjur eins dags hjá okkur. 

Nú reyna ráðamenn að græða sárin eftir "við og þau" stefnuna sem hefur valdið ómældum þjáningum og tjóni og Eþíópíumenn eru að byrja að rétta úr kútnum. 

Orð hins unga, en lífsreynda forsætisráðherra í dag, leiða hugann að vaxandi fylgi stjórmálahreyfinga í vestrænum lýðræðisríkjum þar sem stefnan byggist á því að skipta fólki í gagnstæða hópa með óvild í garð hvers annars og kalla á átök, aðskilnað, hindranir, múra og óvild. 


mbl.is Þar er ekkert „við og þau“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband