Enn stærra áfall en þegar Comet brást?

De Havilland Comet var fyrsta farþegaþota sögunnar, sem hóf áætlunarflug. Síðan urðu nokkur mannskæð slys, sem ollu því að vélin flaug ekki í fullu öryggi að nýju fyrr en sex árum síðar og Bandaríkjamenn náðu forystunni af Bretum í smíði farþegaþotna, sem þeir hafa haldið síðan. 

Allar tölur varðandi Boeing 737 Max eru margfalt stærri, stærsta flugvélapöntun sögunnar, 5000 stykki, sem nú gæti verið að snúast upp í andhverfu sína. 

Með rannsókninni á orsökum flugslysanna á Comet urðu þáttaskil í rannsókn flugslysa, sem hefur skilað því ótrúlega öryggi, sem nútíma farþegaflug býður upp á, en er nú í húfi varðandi nauðsyn þess að Max málið verði krufið eins vel niður í kjölinn og Comet-málið var fyrir 60 árum. 

Á þessari bloggsíðu var strax í upphafi spurt um það, hvort tilfærsla hinna þungu og stóru þotuhreyfla á Max væri í raun það sem þyrfti að breyta á þann hátt, að ekki þyrfti hið hátimbraða tölvustýrða kerfi, sem brást í flugslysunun tveimur. 

Það blasir við leikmanni, að þegar Airbus 320 neo er borin saman við Boeing 737 Max, þarf önnur þotan svona tölvukerfi en ekki hin. 

Þegar sagt er að kerfin hafi ekki brugðist, heldur flugmennirnir á 737 Max, hefur verið horft framhjá því, að flugmenn eru mannlegar verur en ekki róbótar.  

 

 


mbl.is Mun Boeing stöðva framleiðslu 737 MAX?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband