Var "maðurinn með stálhjartað" með heimskan heila?

Reinhardt Heydrich, einn af helstu forystumanna nasista, var mótsagnakenndur. 

Heydrich lagði mikið upp úr útliti sínu og líkamlegri færni, og lýstu sumir aðdáendur atgervis hans honum á þann veg, að hann hafi verið goðum líkur.  

Margir telja hann hafa verið eitt mesta illmennið meðal forystumanna nazista í Seinni heimsstyrjöldinni, og þurfti nú talsvert til að taka að sér áð skipuleggja og framkvæma útrýmingu Gyðinga. 

Það hefur líklega verið rótin af lýsingu Hitlers á honum: "Maðurinn með stálhjartað." 

Annað viðurnefni, "Heili Himmlers" bendir í svipaða átt, en Hitler átti eftir að líta heila Heydrichs öðrum augum, eftir að hann frétti af drápinu á honum. 

Nokkrir andófsmenn í Tékklandi veittu honum fyrirsát þar sem hann kom akandi á sveitavegi í opnum blæjubíl sínum. Heydrich fór út úr bílnum og hugðist fara í skotbardaga við umsátursmennina, en þeir vörpuðu handsprengju að honum og særðu hann til ólífis. 

Þegar Hiter frétti af þessum örlögum, varð honum að orði, að aðeins heimskingi hefði getað brugðist við eins og Heydrich gerði, í einhverjum misskildum hetjuskap ofurskyttunnar, því að Heydrich var þekktur fyrir skotfimi sína.  

Um skotfimina vitnaði Agnar Koefoed-Hansen í endurminningum sínum, en hann þekkti vegna flugmannsferils síns hjá Lufthansa marga í innsta hring nasista. 

Í einu teiti stóð til að hann og Heydrich færu í einvígi í skotfimi, en Heydrich kom ekki til leiks. 

Agnar ráðlagði íslensku ríkistjórninni 1939 að hafna ósk Hitlers um aðstöðu fyrir þýskar flugvélar á Íslandi, og reyndist sú ráðgjöf giftudrjúg, þótt víða erlendis undruðust margir að Íslendingar skyldu neita Hitler á meðan flestar þjóðir þorðu ekki annað en að láta eftir óskum hans. 

 

 


mbl.is Gröf „heila Himmlers“ opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las bókina "Sjö menn við sólarupprás" sem fjallar um morðið á Heydrich þegar ég var krakki og hafði sú bók mikil áhrif á mig.

Tryggvi Þór Tryggvason (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband