Saturdays night fever ruddi brautina.

Um daginn var sýnd afar áhugaverð heimildamynd um gerð kvikmyndarinnar Saturdays night fever, sem markaði ákveðin kaflaskil bæði í tónlist, dansi og kvikmyndagerð.  

Í þeirri mynd skaust John Travolta upp á stjórnuhimininn á eftirminnilegan hátt. Diskótíminn svonefndi, sem fylgdi á eftir, er oft tengd við kvikmyndina Grease, og talað um Grease-æði, en í fyrrnefndri heimildamynd kom glögglega í ljós hve mikil tímamótamynd Saturdays night fever var. 

Í myndinni kom glöggt fram, að frami John Travolta var engin tilviljun, og lýsing hans á öllu því sem gerði gerð þessarar kvikmyndar svo merkilega, sýndi djúpan skilning og aðdáunarverðan persónuleika hans. 

Handrit myndarinnar býr yfir mikilli dramatík og þjóðfélagsrýni á þá tíma, sem hún er tekin á. 

Gerð myndarinnar var líka kraftaverki líkust, svo lítil fjárráð sem lágu að baki hennar. 

Í myndinni Grease fékk John Travolta tækifæri til að syngja, og vinsældir þeirrar myndar og hans sjálfs naut þess auðvitað, að hann Olivia Newton-John fengju að spreyta sig á því áhrifamikla listformi tónlistinni, sem er oft svo grípandi og langlíft. 


mbl.is Aftur saman í Grease
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband