Fara stjórnarflokkarnir senn að undirbúa hljóðlega næstu kosningar?

Oft gerist það að undiralda byrjar að myndast innan stjórnarflokka á síðari hluta kjörtímabila. 

Nefna má sem dæmi hræringarnar í kringum vinstri arm Framsóknarflokksins á síðasta ári Helmingaskiptastjórnar Sjalla og Framsóknar 1955-56, og svipuð fyrirbæri 1977-78 og 2006-2007. 

Alþýðuflokkurinn var í svipaðri stöðu 1970-71, 1987-88 og 1994-95. 

Ýmis má lúra undir tíðindalitlu yfirborði núverandi stjórnarsamstarfs og búa yfir ásteytingarsteinum, sem gætu hrist upp í samstarfi flokkanna, svo sem umhverfismálin og sjávarútvegsmálin, auk vaxandi umsvifa Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. 

Í næstu kosningum, eins og öllum kosningum, verður að vera búið að fínpússa helstu áherslumálin inan flokkanna, svo að þeir komi sem best vígbúnir til kosningabaráttunnar.  


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum líka muna að það var barningur á myndun þessara stjórnar þó svo að loks hefði besti möguleikinn verið valinn

En íslenska þjóðnin vill ekki Pírata í ríkisstjórn og hvað þá hina siðspilltu Þórhildi Sunnu sem dómsmálaráðherra

Borgari (IP-tala skráð) 21.12.2019 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband