"Alveg bláedrú" var tiltækt skemmtiatriði 1995, þegar Jeltsín fór hamförum.

Boris Jeltsín var einhver litríkasti ráðamaður stórs ríkis, sem uppi hefur verið. 

Hlátursfundur hans á sjötta glasi með Clinton Bandaríkjaforseta á sér enga hliðstæðu og heldur ekki ýnsar uppákomur eins og stjórnun hans á sinfóníuhljómsveit, dansspor og margt annað, sem of langt mál væri að nefna.  

Þegar slík fífla- og drykkjulæti eru mörgum ofarlega í huga varðandi hann, vill oft gleymast það einstæða hugrekki og sannfæring, sem knúði hann til að stíga upp á skridreka Rauða hersins, sem valdaræningjar höfðu sent gegn borgurum Moskvu, þar sem hann var þá borgarstjóri, en þetta tiltæki hans olli straumhvörfum í sögu Sovétríkjanna að margra mati. 

Spillingin, hrörnunin og óstjórnin í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna voru skrifað á reikning Jeltsíns, og það var auðvelt fyrir spéfugla að gera grín að ölvunaruppátækjum hans. 

Síðuhafi var með ákveðið atriði á dagskrá sinni á þeim tíma sem ekki hafði verið upplýst um ótta innstu koppa í búri alþjóðastjórnmála að karlinn myndi drekka sig í hel, og fólst atriðið hér uppi á klakanum í því að skopstæla ímyndaðan flutning Jeltsíns á laginu Kalinka með Jeltsín blindfullum að syngja þetta fræga lag með sínum sívaxandi hraða og tönnlast í hverri laglínu á orðunum "alveg bláedrú" allt þar til að hin ölóði flytjandi fellur í brennivínsdái í gólfið.  


mbl.is Óttuðust að Jeltsín myndi drekka sig í hel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband