Þrátt fyrir sáttmálann í Ríó fyrir 30 árum má náttúran helst ekki njóta vafans.

Flestar þjóðir heims undirrituðu Ríósáttmálann 1990, sem var tímamótaviðburður í sögunni, fyrsta stóra ráðstefnan og sáttmálinn af þessu tagi. 

Eitt atriði stefnunnar, sem þá var mörkuð, var að þegar vafi léki á um þær gjörðir manna, sem snertu náttúruverðmæti og náttúruna sjálfa, skyldi náttúran og umhverfið njóta vafans. 

Skemmst er frá því að segja að eftir ótal stórar ráðstefnur og samninga um umhverfismál, sem farið hafa fram síðan, hafa ríkt undanbrögð í smáu og stóru varðandi þetta grundvallaratriði. 

Öllum mögulegum brögðum er beitt til þess að halda áfram þeirri stórfelldu rányrkju á mörgum af helstu auðlindum jarðar, sem enn er í fullum gangi, meðal annars með því að tína til og blása upp alls kyns vafaatriði, sem eigi að nægja til að láta rányrkjuna og ósjálfbæra þróun njóta vafans, þvert ofan í heitorðin í Ríó. 

Eru atriðin í pistlinum á undan þessum, með nær útblásturslausa bíla Ameríku og strætisvagnana íslensku, sem blása út á við 5700 einkabíla hver, gott dæmi um þetta. 

Dæmin hér heima um tregðuna gegn því að láta náttúruna njóta vafans hafa verið óteljandi í bráðum þrjátíu ár, þrátt fyrir hátíðlega undirskrift íslensk umhverfisráðherra í Ríó.  


mbl.is „Hættan er hinum megin við hæðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allar þessar ráðstefnur snúast ekkert um að vernda umhverfið.

Þetta gengur fyrst og fremst út á að mæta á ráðstefnur.  Kampavín og snittur.

Þegar þeir reyna að koma einhveju í verk er málið að búa til einskonar viðskiftahindranir.  Kínverjar hafa brillerað mikið í því, á okkar kostnað.

Það þriðja sem reynt er að fá út er að fá peninga út úr þessu einhvernvegin.  Sem hefur teksits vel.  Erum við ekki öll rukkuð um kolefnisgjald fyrir allskyns óskilda hluti núna?  Sem aftur hefur þegar valdið uppþotum í Frakklandi og í Chile - þaðan sem senasta umhverfisráðstenfa flúði einmitt vegna þess að þeir vissu alveg að mótmælin þar voru beint þeim að kenna.

Það trúir enginn heilvita maður að þetta sé eitthvað til að bjarga umhverfinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2020 kl. 13:33

2 identicon

Enda dafnar jörðin aldrei betur. Grænni og gróskumeiri en undanfarnar kulda aldir samkvæmt nýjustu mælingum NASA. Ergo - Hlýnun leiðir til mun betri lífsskilyrða.

 

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2020 kl. 16:53

3 identicon

Hvaða vafa? Það má efast um alla hluti. Og hver á að meta það hvað er marktækur efi sem taka ber tillit til? Ég efast um að öll þessi tré sem verið er að planta séu Íslenskri náttúru til bóta, séu frekar beinlínis til skaða. Ætlar þú að ganga á undan með góðu fordæmi og láta náttúruna njóta vafans og fella sem flest þeirra? Er þitt mat á því hvað er náttúrunni fyrir bestu eitthvað rétthærra en mitt? Og hvers vegna ættum við ekki sem hluti af náttúrunni að njóta vafans? Hvenær varð lífshlaup krabbadýra okkar lífshlaupi rétthærra? Hvenær varð foss dýrmætari en börnin þín?

Svonefndir umhverfisverndarsinnar, eða mannhatarar eins og aðrir kalla þá, hafa eignað sér umræðuna og gert sína rödd að hinni einu sönnu pólitísku rétthugsun sem hundsar eða afskrifar allar mótbárur. Fátækleg rök, mótsagnir og vísvitandi rangfærslur eru hin nýju sannindi. Og með það veganesti er haldið í leiðangur til að eyðileggja efnahagskerfi heimsins og byggja upp nýjan og betri heim. Heim sem varla getur brauðfætt helming þess fólks sem núverandi kerfi brauðfæðir. Heim skatta og gjalda þar sem fólkið er kúgað til hlýðni og rukkað fyrir hvern andardrátt. Heim skömmtunar og skorts þar sem ekki má svo lítið sem trufla rennsli læks.

Vagn (IP-tala skráð) 2.1.2020 kl. 20:22

4 identicon

Það er að sjálfsögðu betra að halda úti foksöndum heldur en gróðri eða hvað....

Núverandi kerfi gengur ekki til langvega. Reyndar stutt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.1.2020 kl. 21:43

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það þarf að koma böndum á barmeignirnar ekki bílana. Það er offjölgunin sem er vandamálið.

Greddan en ekki gasið.

Halldór Jónsson, 2.1.2020 kl. 21:54

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú varð ég ánægður með Vsgn! 

Halldór Jónsson, 2.1.2020 kl. 23:26

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvenær varð lífshlaup krabbadýra okkar lífshlaupi rétthærra? Hvenær varð foss dýrmætari en börnin þín?

Halldór Jónsson, 2.1.2020 kl. 23:26

8 Smámynd: Haukur Árnason

Einhvern veginn er ég hættur að vorkenna þeim þarna í Ástralíu og líka þeim í Kaleforníu, þetta er ekkert nema heimska og framtaksleysi. Í Ástralíu setja þeir lög sem banna eðlilega grisjun og halda undirgróðri í skefjum. Hvað þá eins og gert var hér áður, þá stýrðu þeir takmörkuðum bruna til að aðskilja svæði svo að skógareldar yrðu ekki óviðráðanlegir.

Nú er bara sagt að þetta sé loftlagsbreytingum að kenna.

Þó voru meiri hitar á fjórða áratugnum, hiti yfir 50 gráður

Líka yfir 50 graður 1890-1900.

Haukur Árnason, 3.1.2020 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband