"Stríðið til að stöðva öll stríð"?

Þegar Trump Bandaríkjaforseti segist gera sérlega harkalega árás til að stöðva stríð, minnir orðalagið dálítið á það sem einstaka ráðamenn höfðu ár orði um Fyrri heimsstyrjöldia, að hún hefði verið háð sem "stríð til að stöðva öll stríð." 

Hafi það verið ætlunin er leitun að aðgerð, sem reyndist aðeins forleikur að nær tvöfallt mannskæðari heimsstyrjöld. 

Fyrri heimsstyrjöldin hófst reyndar á morði á tveimur persónum, og enda þótt um ríkiserfingja hefði verið ræða, óraði engan fyrir því næsta dag að afleiðingarnar gætu orðið heimsstyrjöld í kjölfar stigmagnandi aðgerða. 

Ýmis skemmdarverk, skærur og átök, sem telja mátti Soleimani hafa verið skipuleggjandi að, hafa að sönnu verið framin í Miðausturlöndum, en stærð drápsins á Soleimani er hins vegar augljós stigmögnun á aðgerðum, sem því miður gerir það að verkum að setningin "stríð til að stöðva öll stríð" verður langlíklegast fljótlega með holum hljómi. 


mbl.is Alþjóðasamfélagið bregst við árás Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Soleimani er nú lýst sem "the single most powerful operative in the Middle East today"

svo hann var nú Séra Soleimani  en ekki bar einhver Soleimani að henda kartöflum

Grímur (IP-tala skráð) 4.1.2020 kl. 09:47

2 Smámynd: Hörður Þormar

Í síðasta mánuði urðu mestu mótmæli í Íran síðan keisarinn hrökklaðist af stóli. Orsökin var mikil hækkun á bensíni. A.m.k. 500 manns munu hafa látist í aðgerðum byltingarvarða og lögreglu. Voru notaðar þyrlur til þess að skjóta á mannfjöldann.

Samkv. fréttaritara þýska útvarpsins ZDF, Natalie Amiri, var ástandið í landinu ömurlegt fyrir þessa hækkun og fjöldi manns á hungurmörkum. En byltingarverðirnir eru harðir í horn að taka.

Lítið hefur farið fyrir málefnum Írans í íslenskum fjölmiðlum.

Hörður Þormar, 4.1.2020 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband