Spáir engin "völva" eldgosi?

Á Íslandi verður eldgos á um það bil fjögurra ára fresti að meðaltali. Ef einhver af svonefndum "völvum" spáir gosi á nýju ári, eru því meira en 20 prósetn líkur á því að spáin rætist. 

EnDA var slík spá á kreiki í nokkur ár samfellt ef rétt er munað. 

Eftir því sem árin líða ættu líkurnar á eldgosi að vaxa. En af því að ekkert kemur eldgosið er eins og að það dragi úr viljanum hjá völvunum til að spá eldgosi. 

Og þar með minnka væntanlega líkurnar á því að spá um eldgos rætist, þótt líkindareikningur jarðvísindamanna bendi til þess að það sé kominn tími á gos hjá nokkrum af virkustu eldstöðvunum, Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum og Kötlu, og jafnvel haið svipað óvissutímabil varðandi Öræfajökul og var hjá Eyjafjallajökli á milli 1999 og 2010.  


mbl.is Stór skjálfti við Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband