Hraðinn er víða alltof hár hjá of mörgum.

Það er líklega rétt niðurstaða í frumrannsókn á umferðarhraða í og við hringtorg, að víða sé hann of mikill. Gera þyrfti viðameiri rannsókn þar sem miklu fleiri hringtorg væru könnuð, enda geta aðstæður og útsýni ökumanna verið misjöfn, bæði við hringtorg og gatnamót. 

Sem dæmi má nefna hringtorg austarlega í Grafarvogshverfi þar sem mætast Borgavegur, Gullengi, Fróðengi og Langirimi. 

Aksturleiðin frá sameiginlegri aðrein Gullengis og Fróðengis er þannig, að útsýni austur eftir Borgavegi er ekki fyrir hendi fyrr en komið er alveg að hringtorginu. 

Á þessum krítiska stað skapar þrennt oft stórhættu. 

1. Bílum sem ekið er austan frá eftir Borgavegi og í gegnum torgið til vesturs er oft ekið á ofsahraða, miðað við aðstæður. Stundum er hraðinn svo mikill, að engin leið er fyrir bílstjóra sem er á leið inn í torgið frá Fróðengi/Gullengi að sjá hinn hratt aðvífandi bíl fyrr en svo seint, að mikil árekstrarhætta er.  

2. Á Íslandi hefur ríkt sú hefð, að svonefndur hægri réttur virki ekki við hringtorg þar sem leiðir skerast við innakstur í það. Af því leiðir, að bílstjórar, sem koma úr austri í loftköstum eftir Borgavegi inn á hringtorgið, gefa sér það oft fyrirfram að þeir muni eiga forgang ef bílar komi inn á torgið frá Gullengi/Fróðengi, jafnvel þótt bílstjórarnir sem koma þaðan sjái ekki hinn hraðskreiða bíl fyrr en í óefni er komið. 

3. Það eykur enn á óvissuna á þessum stað, að bílstjórar, sem koma úr austri og ætla að beygja strax út úr torginu til hægri, séð frá þeim, inn á Gullengi, gefa yfirleitt ekki stefnuljós og valda með því óvissu og töfum, sem geta aukið á það hættuástand sem mikill hraði skapar á þessum stað. 

Nú hafa ný umferðarlög tekið gildi, en varðandi hringtorgin hefur verið sagt að reglan hér á landi, sem hefur verið öfug við það sem tíðkast í flestum öðruum löndum, hafi ekki verið óyggjandi í gömlu lögunum. 

Heyrst hafði að þessu yrðí breytt, en í umfjöllun Samgöngustofu og fjöliðla um helstu breytingar hefur ekki verið hægt að sjá neitt um þetta. 

 


mbl.is Hraði of mikill í hringtorgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...hefur verið sagt að reglan hér á landi, sem hefur verið öfug við það sem tíðkast í flestum öðruum löndum, hafi ekki verið óyggjandi í gömlu lögunum." Þetta má til sanns vegar færa. Og þó; á hringtorg og akstur í þeim var ekki minnst  aukateknu orði í gömlu lögunum. Með einni undantekningu þó: bannað var að stöðva eða leggja í hringtorgi. Að öðru leyti voru umferðarlögin svo fáorð um hringtorg að ákvæðin sáust ekki í sterkasta stjörnusjónauka.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 6.1.2020 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband