Rafhleðslan er afar mikilvægt atriði í orkuskiptunum.

Nú er kominn fram rafhreyfill sem vegur aðeins 70 kíló en afkastar samt 107 hestöflum. 

Fyrir litlar flugvélar myndi svona rafhreyfill hafa yfirburði yfir bensínknúna hreyfla og vera um þrjátíu prósent léttari en þeir. Tesla 3

En hvers vegna er rafvæðingin ekki komin í flugið og hvers vegna er hún ekki hraðari í bílunum?  

Ástæðuna ættu flestir að þekkja; þyngd rafhlaðnanna og vandamál varðandi hleðslu þeirra. 

Þrátt fyrir hugsanlega léttari rafhlöður verður þyngdarmunurinn á þeim og eldsneyti margfaldur áfram og því mikil hindrun. 

Á báðum þessum sviðum, þyngd og hleðsluhraða, eru þó framfarir í gangi og veitir ekki af. 

Það er ekki aðeins fjöldi hleðslustöðvanna og útbreiðsla þeirra, sem skiptir máli, heldur ekki síður sú fjölbreytni, sem þær þurfa að hafa varðandi mismunandi mikla og hraða hleðslu. 

Því að það kostar peninga að hafa búnað til hraðrar hleðslu á rafbílunum, og nú þegar eru framleiðendur þeirra farnir að laga stærð rafhlaðnanna og val á hleðsluhraða og stærð rafhlaðna eftir mismunandi þörfun fyrir akstur um þéttbýli og dreifbýli. 

Sem dæmi má nefna, að Honda stillti sig um að hafa rafhlöðu hins nýja e-Honda stærri en 36 kílóvattstunda á þeim forsendum, að stærð og þyngd hins nýja bíls miðaðist frekar við borgarakstur en akstur á lengri leiðum. Tazzari á hleðslustöð

Eftir því sem rafbílar eru stærri, þyngri, hraðskreiðari og langdrægnari þarf öflugri hleðslustððvar, svonefndar ofurhleðslustöðvar. 

Sem dæmi um mismuninn á milli stærri og dýrari bílanna og þeirra minni og ódýrari, má nefna, að hjá Tesla getur straumurinn verið 120 kílóvött, en á minnsta rafbíl landsins, hinum smáa tveggja manna Tazzari, er hann annað hvort 1 kílóvatt eða 1,7 kílóvött, og er þá miðað við 10 eða 16 ampera rafkerfi fyrir húsnæði. 

Síðan er möguleiki á 2,7 kílóvatta þriggja fasa straumi, þar sem hann er að fá, og tekur þá samt 6 klukkustundir að fullhlaða bílinn, en hægt að ná 70 prósenta hleðslu á 2-3 stundum. 

Af þessum sökum hefur ekki verið farið í ferðalög út úr bænum á þessum bíl lengra en upp í Borgarnes og austur á Selfoss. 

Framleiðandinn býður að upp á aukabúnað með enn hraðari hleðsllu, en þann búnað verður helst að setja strax í bílinn við smíði hans og kostar samt mikla peninga; nokkuð sem er í ósamræmi við það að þetta var lang ódýrasti rafbíllinn á landinu þegar hann bauðst 2016. VW e-Up! Hleðslustöð 

Nú er að koma til sögunnar ódýrasti bíllinn á markaðnum, Volkswagen e-Up, sem fæst fyrir þrjár millur og tekur fjóra í sæti auk ágæts farangursrýmis, miðað við stærð. 

Áður hefur verið fjallað hér á síðunni um þann möguleika sem útskiptanlegar rafhlöður skapa, en þar er í gangi afar athyglisverð þróun. 

 

 

 


mbl.is Fleiri Tesla-stöðvar opnaðar á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, finnst þér ekki skrýtið hvað Íslendingar hafa verið seinir til að þróa rafbíla, miða við að það eru um 40 ár síða fyrsti rafbíllin var smíðaður hér á landi?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 7.1.2020 kl. 22:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tregðan gagnvart rafbílum og gufubílum hefur verið við lýði allt frá upphafi bílaaldar fyrir meira en hundrað árum, og valdamiklir menn eins og Rockefeller hafa stjórnað þeirri ferð. 

Allt var nota til að stjórna þessari ferð. Sem dæmi má nefna, að það helsta sem menn höfðu á móti gufuknúnum bílum á borð við Noble í kringum 1930 var að það tók 20-30 sekúndur að hita gufuvélina upp áður en hún fór í gang.

Þessi mótbára var hins vegar ekki notuð gagnvart fyrstu dísilbílunum, sem ég upplifi í hvert skipti sem ég gangset Nissan Laurel dísilvélina í 43ja ára gömlum Range Rover jöklajeppa mínum á þann hátt, að ég verð að hita vélina upp í hálfa mínútu áður en ég get byrjað að starta! 

Fyrir meira en hundrað árum hafði ráfhreyfillinn þegar sömu yfirburðina yfir bensínhreyfilinn hvað einfaldleiika og nýtingu orkunnar snerti og hann hefur enn í dag. 

Fyrir á að giska 20 árum var gerð bæði bók og mynd, ef ég man rétt, um það hvernig hin alráðu peningaöfl í olíuiðnaðinum hreinlega gerðu aðför að rafbílnum þegar aldamótin síðustu nálguðust og tókst tefja framgang hans í meira en tuttugu ár, ef ekki lengur.  

Ómar Ragnarsson, 8.1.2020 kl. 00:01

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

2015 kom Simens með rafhreyfil fyrir flug sem er aðeins 50 kg og skilar 348 hestöflum. Það er nú gott betra en 70 kg sem skilar 107 hestöflum. Síðan hafa komið margir rafmótorar sem eru enn betri!

https://newatlas.com/siemens-world-record-electric-motor-aircraft/37048/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.1.2020 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband