Sagan um rafbílinn, sem sökudólg í eldsvoða, seldist vel í fyrstu.

Það er oft auðvelt að koma af stað tröllasögum um ný fyrirbrigði og uppfinningar á borð við rafbíla. Til dæmis að öryggi þeirra sé ekki aðeins ábótavant, heldur séu þeir hættulegir. Blaðsíðan, sem myndine er af hér á síðunni er úr splunkunýju heftinu "Bilrevyen 2020", og þegar eldrauðu stjörnurnar neðst til vinstri á síðunni tákna "öryggi" e-Golf rafbílsins, eru þær ekki svona rauðar og margar, af því að þær hljóta að tákna eldhættu og öryggisleysi af hennar völdum?  Það er ekki að ástæðulausu, sem svona er spurt, því að áhrif   

E-Golf öryggiog umfang svonefndra samfélagsmiðla á netinu hafa orðið til þess að magnaðar sögur hafa oft breiðst út éins og eldur í sinu, svo að notað sé viðeigandi orðalag varðandi stórbruna í Stavanger þegar margra hæða bílageymsluhús eyðilagðist. 

Lítum nánar á málið.  

Á undanförnum misserum hafa hálfgerðar hryllingssögur fengið byr undir báða vængi þegar þær hafa haft á sér yfirbragð "nýrra staðreynda" um þetta fyrirbæri, sem flestir vita ekki mikið um.

Ein þessara "staðreynda" fékk vængi við það að raðað var saman nokkrum atriðum og þeim komið í umræðuna, en öll hnigu að því að með rafbílum væri komið til sögunnar stórhættulegt fyrirbrigði varðandi nýja ógn vegna eldhættu. Tröllasögurnar komu til sögunnar ein og ein: 

Rafbílarnir stórskemmast í frostum og til að koma í veg fyrir það, þarf að "hafa þá í gangi" á næturnar til þess að halda hita á rafhreyflinum, rafhlöðunum og tengdum búnaði. 

Rafbílarnir gata verið stórhættulegir þegar verið er að tengja þá við rafmagn í húsum eða hleðslustöðvum. 

Rafbílar eru stórhættulegir í árekstrum vegna eituráhrifa rafhlaðnanna ef þær springa. Sem sagt: Standast ekki öryggiskröfurnar sem bensin- og dísilbílar standast.  

Eyða þarf miklu fé og fyrirhöfn í að taka slökkviliðsmenn í alveg nýja og sérstaka þjálfun við að fást þá nýju ógnm sem rafbílarnir eru og endurspeglast í stórfjölgun eldsvoða af þeirra völdum eins og tölur sanna. Námskeiðin hjá slökkviliðunum sýna stærð og alvarleika málsins. 

Því fleiri rafbílar, því fleiri eldsvoðar og meiri hætta af þeirra völdum.  

Þegar þessi atriði raðast saman í mögnuðum flökkusögum, sem fljúga um netið og manna á milli er ekki að sökum að spyrja hvað varðar það ógagn og ógn, sem af rafbílum geti stafað. 

Í fyrstu fréttum af stórbrunanum í 1600 bíla bílageymsluhúsi í Stavanger, sem eyðilagðist í tugmilljarða tjóni í griðarlegum eldsvoða, fylgdi það fréttinni að það hefði verið eldur í rafbíl, sem hafði valdið eldsvoðanum. 

Og þar með var komin fram enn nýtt atriði til að bæta í sagnasafnið um rafbílana,  sönnun þess, hvert skaðræði þeir væru, því að Norðmenn, þessi mesta rafbílaþjóð heims, yrðu auðvitað fyrsta þjóðin, sem fengju hættuna af þeim bókstaflega eins og sprengju framan í sig. 

Sagan af rafbílnum sem sökudólg breiddist því með ógnarhraða út og seldist vel. 

Það er fyrst nú sem það er að renna upp fyrir mönnum, að rafbílar komu nær ekkert við sögu í þessum stórbruna, heldur var það bensínbíll af gerðínni Opel Zaphira, sem var sökudólgurinn, og höfðu slíkir bílar verið illræmdur fyrir brunahættu.  

Og í lýsingum af brunanum er áberandi, að það sem gerði hann svo illvígan og skæðan var fyrst og fremst eldhættan af bensín- og dísilknúnu bílunum, sem olli mestum usla og hættu. 

Og hvers vegna skyldi það nú vera? Það skýrist af eðli orkugjafans og aflgjafans. 

Aflgjafinn heitir sprengihreyfill. Aflið fæst við sprengingu í svonefndu brunahólfi. Í bensínbílum er kveikjukerfi til þess að bera eld að eldsneytinu. Hliðstæða rafhlöðu í rafbíl heitir eldsneytisgeymir í bílum knúnum jarðefnaELDSneyti. 

Nokkrum dögum eftir að mikil umræða hafði farið fram hér á landi um miklar æfingar slökkviliðs og alveg nýja og stórkostlega eldhættu af rafbílum voru tölurnar sem lúta að þessu birtar í Fréttablaðinu: 

Það getur að vísu kviknað í rafbílum, en eldsvoðarnir í þeim eru tíu sinnum færri en í eldsneytisknúnum bílum. 

En hvað með stórfelldar æfingar slökkviliðs vegna rafbíla? Jú, það hefði verið meiri frétt ef slökkviliðið sleppti því alveg að nota sem bestar aðferðir við að fást við eld við aðstæður, sem eru öðruvísi en í eldsneytisknúnum bílum, nánar tiltekið varðandi rafknúna bíla. 

Það leiðir hugann til orkuskipta hér á landi fyrir rúmlega öld. Fram til 1914 fékkst orkan úr hestum og ekki þurfti slökkvilið til að slökkva í þeim. Að minnsta kosti er ekki vitað til þess að það hafi kviknað í hestum á þeim tíma frekar en nú. 

Þegar bensínbíllinn kom til sögunnar breyttist þetta og slökkviliðið þurfti að þjálfa sig til þess að slökkva í þeim. Eða var það ekki?E-Golf öryggi

Að lokum: Hvað með það að rafbílar standist alþjóðlegar öryggiskröfur í árekstrum miklu verr en bensín- og dísilbílar? 

Það sést vel þegar flett er safnritum með upplýsingar um bíla á markaðnum. Ef eitthvað er, fá rafbílarnir fleiri stjörnur en hinir og fjölmargir þeirra fimm stjörnur, hæstu einkunn, eins og e-Golfinn. 


mbl.is „Hélt að einhver væri að reykja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

SAGAN skiptir máli.

Fyrsti bíllin var gufuknúinn honum var ekið um götur í Frakklandi fyrir aldamótin 1800. 1881 komu svo fram bílar með stórum rafhlöðum sem knúðu rafmótor og skömmu seinna eða 1885 var fyrsta bílnum með brunahreyfli ekið í þýskalandi. Faratæki sem nota rafhlöuður hafa verið í notkun óslitið frá því 1881. Árið 2004 varð einn stærsti bruni íslandssögunar í Hringrás Klettagörðum hann var rakin til hleðslu á rafmagsbíls(lyftara).

Guðmundur Jónsson, 9.1.2020 kl. 09:43

2 identicon

Það verður bruni i brunaholfinu en ekki sprenging

Bodvar Gudmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2020 kl. 09:47

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það kviknaði í diesel Opel Zafira 2005 módelinu þegar fjölskiydan ætlaði að gangsetja bílin eftir að komu úr flugi segir í norska Aftonbladet.

Innkallanir vegna eldhættu voru á bílum fyrir vinstrihandaumferð í Bretlandi og Írlandi framleiddir af Wauxhall.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.1.2020 kl. 10:45

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðabókin:   Combustion = bruni.   Internal  cumbustion engine = sprengihreyfill. 

Hér á landi voru Ford Escort bílar af fyrstu kynslóð varasamir eins og í öðrum löndum vegna þess að bensíngeymirinn var yst í öðru afturhorni bílsins. 

Það kostað allmörg banaslys erlendis og eitt banaslys hér á landi á Reykjanesbrautinni. Escort bíll snerist í hálfhring í hálku þannig að afturendinn lenti framan á bíl, sem kom á móti. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2020 kl. 14:19

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fróðleikur:  Í dag hefur Boeing 787 ein farþegaflugvéla flughæfnisleifi með lithium rafhlöðum, svipuðum þeim sem eru algengum batterísbílum í dag. 2013 var hún grounduð í 4 mánuði vegna ítrekaðra bruna í rafhlöðunum. Rafhlaðan var endurbæt og er nú talin örugg, en hún er orðin þyngri en sambærileg blýrafhlaða.

Guðmundur Jónsson, 9.1.2020 kl. 18:02

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guði sé lof fyrir að "ítrekaðir brunar" urðu í rafhlöðum en ekki í eldsneytiskerfi vélarinnar. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2020 kl. 18:42

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fróðleikur:Nýlegur Hyundai I20 með bensínvél er 1060 kg fullur af bensíni (50l) hann kemst minnst 800 km á tanknum. Væri hann með Li rafhlöðum og rafmótor þirfti rafhlaðan að vera meira en 1000 kg til að hann kæmist alltaf að lámarki 800 km. Þegar li rafhlaða brennur losnar orka sem nemur meira en 3000 kcal / kg sem er 1/3 orkunar sem losnar þegar bensín brennur. Þetta þýðir að Orkan sem losnar þegar fullur tankur i20 brennur er 400.000 en sambærileg li rafhlaða 3.000.000 kcal. En tankurinn í bensínbílnum er að jafnaði bara hálfur svo gera má ráð fyrir að orkan sem losni sé að jafnaði 15 sinnum meiri þegar orkuforði batterísbílla brennu.

Guðmundur Jónsson, 9.1.2020 kl. 20:12

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aldeilis rétt í meginatriðum, og þess vegna er hlægilegt þegar þeir, sem engu vilja breyta gagnvart bílaflotanum vilja að flugið verði fyrst rafvætt. 

Reynt er að finna bara eitthvað til þess að beita undanbrögðum gagnvart því að rafvæða þann hluta samgangnanna þar sem það liggur beinast við, en kemur jafnframt beint við hina almennu eigenda bílanna. 

Jafnvel þótt nú stefni í allt að 20 prósent meiri nýtingu á rafhlöðum, eru þær víðsfjarri því að leysa eldsneytið á millilandaþotunum af hólmi. 

Rafhlöðurnar koma að einna bestu notum í lestum, þar sem loftmótstöðustuðullinn er lægstur og viðnámið við jörðina minnst. 

Að ætla sér að láta þotu lyfta tífalt þyngri orkugjafaþunga upp í 40 þúsund fet en hún þarf nú er eðlisfræðilega ómögulegt. 

Boeing 737 800 Max klúðrið stafaði af pressu á að lyfta venjulegum léttum orkugjafageymi upp í hentuga flughæð. 

Hugsanlega er hægt að hanna millilandaflugvélar, sem fljúga lágt í "ground effect" yfir höfin og þurfa ekki að lyfta öllu eldsneytinu til himinhæða. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2020 kl. 23:38

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Um orkuþéttni.

Besta fáanlega Li rafhlaðan 2019 er með minna en  0,25 KWh/Kg orkuþéttni (rafmagnið sem hvert kíló af rafhlöðunni getur geymt)

Bensín er með um 12 KWh/Kg  eða um 47 sinnum meiri varmaorku á kíló.

Vegna þess að nýtni nýjustu brunamótora er ekki nema 40% en rafmagnsmótora meira en 90% verður orkuþéttni Bensíns til hreyfiorkuframleiðslu ekki nema 4,5 KWh/Kg og Li rafhlöðu 0,22 KWh/Kg.

Þetta þýðir að bíll eða flugvél með skrúfu ætti að komast um það bil jafn langt á einu kílói af bensíni og 20 kílóa Li rafhlöðu.

Orkugjafinn Li rafhlaða er því 20 sinnum þyngri en bensín eða olía. 

Fyrir þotu er þetta hlutfal líkleg nokkuð hærra.

Guðmundur Jónsson, 10.1.2020 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband