Ungverjar rassskelltu fyrst íslenskt gullaldarlið fyrir 56 árum.

Í fyrsta skiptið, sem Íslendingar vöktu fyrst verulega athygli á sér fyrir handboltalandslið á stórmóti, með því að vinna silfurlið Svía óvænt og eiga góða von að komast á verðlaunapall, sýndust Ungverjar, sem næst léku við Íslands næsta auðveld bráð. 

En það fór á aðra lund. Ungverjar sigruðu með og hreinlega rassskeltu íslenska liðið, sem sá aldrei til sólar í leiknum. 

Ef við vinnum Ungverja núna, erum við ekki aðeins að hefna fyrir ófarir gegn þeim á þessari öld, heldur líka fyrir fyrstu stóru vonbrigðin í íslenska handboltaævintýrinu, sem hófst fyrir 56 árum.  

P. S.  Leiknum lokið með beiskum íslenskum ósigri. En Gumma tókst þó að efna það loforð að koma liðinu upp í milliriðil. 


mbl.is Sannfærður um að Guðmundur spilar til sigurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband