Lán í óláni: Nú fæst dýrmætt viðmið.

Komið hefur fram að sumir efuðust um að varnargarðarnir, sem reistir voru ofan við Flateyri eftir snjóflóðið 1995 þyrftu að vera eins háir og þair urðu. 

Nú hefur hins vegar komið í ljós, að þeir virðast samt ekki hafa verið nógu háir til að ráða að fullu við það firnamikla afl, sem snjóflóð geta búið yfir. 

Úr því að akkert manntjón varð má því kannski líta svo á, að með flóðunum núna fáist dýrmætt viðmið varðandi það, hve stóra garða muni þurfa til þess að skapa fullt öryggi á staðnum. 

Það öryggi virðist ekki hafa náðst að fullu fyrst öskrandi snjór náði að komast inn í eitt húsið og vaða yfir alla höfnina. 

Síðan 1995 hefur ekki þurft á þeirri rýmingu að halda, sem annars hefði verið óhjákvæmileg í snjóflóðahættu. 

Nú liggur fyrir, að taka verði allt hættumat til endurskoðunar til að finna út það sambland öflugri varnargarða og varkárara hættumats, sem kann að verða nauðsynlegt. 

Svipað endurmat þarf að gera á öðrum sambærilegum stöðum og nýta sér til fulls alla mögulegar aðferðir við varnir, sem reynsla erlendis getur veitt, svo sem á hinu áhugaverða svæði í dalnum í Sviss, sem liggur á milli bæjanna Klosters og Davos, þar sem hin heimsþekkta snjóflóðavarnastofnun er. 

Heimsókn þangað 1997 á vegum fréttastofu RÚV sýndi, að beita má afar fjölbreyttum aðferðum í varnarskyni, sem sumar eru hliðstæðar gerð íbúðarhússins á Norðureyri gegnt Suðureyri á sínum tíma, þar sem sett var á húsið styrkt og oddhvasst horn á móti hugsanlegri flóðastefnu.  

Nú sýnir reynslan af atburðunum í fyrrakvöld, að horfa verður til langrar framtíðar varðandi þann möguleika að enn stærri snjóflóð geti fallið, samanber lýsingu snjóflóðasérfræðings Veðurstofunnar í gær á því, að1995 hafi snjókoman verið mun meiri og veðrið og verra en það var nú. 

Á móti því kemur að vísu, að flóðið 1995 féll alveg í upphafi vetrar og ekki var mikill snjór kominn áður á snjósöfnunarsvæðið.  Allt þetta þarf að skoða vel. 

Í þessum efnum verður að líta svo á, að ef risasnjóflóð getur á annað borð fallið, til dæmis 200 ára fresti, er það nægileg ástæða til að vera við slíku búinn, hvenær sem er, að vetrarlagi. 

200 ára eða eitthvert annað tímamark er nefnilega þess eðlis, að risaflóð geti kannski fallið eftir 200 ár, en að þetta sjaldgæfa risaflóð geti líka fallið eftir 200 klukkustundir, því engu ráða menn um það hvenær þetta gerist að vetrarlagi ef það getur gerst á annað borð. 

Norskur snjóflóðasérfræðingur, sem fenginn var til Íslands eftir snjóflóð með manntjóni á Seljalandsdal og Tungudal árið 1994, orðaði þetta svona: Þar sem landi hallar og snjór getur fallið, þar getur fallið snjóflóð. 

Snjóflóð á jafn ólíklegum stað og á Blönduósi 1993 er dæmi um slíkt.  


mbl.is Flæddi yfir báða varnargarðana á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband