Að mörgu að huga í Elliðaárdal.

Fyrir löngu er mál til komið að huga nánar að verndun Elliðaánna og Elliðaárdal. 

Elliðaárdalurrgum yfirsést helsta gildi dalsins, sem felst í þeirri staðreynd, að um hann rann hraun til sjávar fyrir nokkur þúsund árum.  

Vegna þess að Elliðaárnar renna um þetta hraun má segja að dalurinn sé ígildi Laxárdals í Þingeyjarsýslu sem Laxá fellur um, og þegar ofan á það bætist laxveiðin í ánni og að áin og dalurinn er í miðri borg og við þyngdarmiðju höfuðborgarsvæðisins inni í stærstu krossgötum landsins, er þessi vin í borginni algerlega óviðjafnanleg. 

Öll rök fyrir því að rýra náttúrufræðilegt gildi dalsins með sífelldri mannvirkjasókn inn í hann á þeim forsendum, að þarna sé svo hátt lóðaverð, verða hjákátleg, þegar þetta lóðaverð er borið saman við lóðaverð í Hyde park í London og Central park í New York, sem látnir eru ósnortnir þótt þar sé aðeins um að ræða slétta grasfleti en engin verðmæti á borð við hraun og laxveiðiá. 

Eitt helsta áhyggjuefnið er að kaffæra ekki hraunið allt með skógi og þykkum gróðri, þótt ræktun skógar og blómskrúðs sé hið besta mál í sjálfu sér. 

Hraunið verður að fá að njóta sín til fulls. Það má ekki gleymast. Á myndinni sést glytta í hraunið sitt hvorum megin við fossinn, sem er eitt af þeim fyrirbærum sem þetta sérstæða hraun hefur mótað.  


mbl.is Samþykkir undirskriftasöfnun um Elliðaárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband