Hugvit og bókvit verður í askana látið.

"Bókvitið verður ekki í askana látið". Þetta orðtak hafði gildi í hugum margra langt fram á okkar tíma. Það merkir, að ef einhver vitneskja getur ekki fætt af sér öflun fæðu, er hún einskis virði. 

Búið er að marg afsanna þetta orðtak og það rækilega. Ef einhver hefði sagt fyrir 200 árum, að hægt yrði að hlusta og horfa á hljómsveit yfir þveran hnöttinn, hefði sá, sem hélt þessu fram verið talinn fullkomlega galinn. 

Ef einhver hefði sagt fyrir 150 árum, að einhvert mesta framfaraspor á Íalandi yrði fólgið í einum litlum hlut, gímmmístígvéli, hefði hugsanlega svipað verið sagt um það. 

Ein mótbáran gegn þróun vísinda og tækni er sú, að mest af því, sem kalla má grúsk, reynist ekki neins virði, 

En þá gildir annað gamalt orðtak: Þeir fiska, sme róa. "Ef skipið aðeins fer í ferð / en fúnar ekki´í naustum" orti Hannes Hafstein. 

Þeir, sem töldu annað koma til greina ein stóriðja eingöngu til atvinnusköpunar og þjóðartekna voru úthrópaðir fyrir aðeins rúmum tíu árum. 

Ef einhver þeirra hefði spáð því í brunarústum Hrunsins 2009, að íslenskt eldgos myndi stöðva allar flugsamgöngur dögum saman á stórum hluta norðurhvels jarðar og valda þvílíkri röskun á samgöngum um allan heim að nafn Íslands og Eyjafjallajökuls yrði í fyrsta sinn á allra vörum um víða veröld í krafti umfjöllunar fjölmiðla heims, og hrinda með því af stað sprengingu í ferðaþjónustu,  sem myndi skapa mestu og lengstu samfelldu uppsveiflu í hagsögu Íslands; sá sem þessu hefði spáð, hefði verið úthrópaður sem mesti afglapinnn af öllum þeim, sem héldu fram ruglinu um "eitthvað annað." 

Gildi nýsköpunar á okkar tímum sýnir, að bókvit og hugvit verður í askana látið. 


mbl.is Tileinka árið 2020 nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Vel haldið á penna eins og
við mátti búast.

Tengingin milli grúsks og Þeir fiska sem róa
heldur losaraleg og næsta röng.

Þetta er brýning til þeirra sem sitja með hendur í skauti
og aðhafast ekkert til bjargar sjálfum sér;
ekki einasta framtakslausir heldur hafa gefist upp.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.1.2020 kl. 10:12

2 identicon

Já, þeir voru einstaklega heimskir bændurnir sem slógu túnin með orfi og ljá árin og aldirnar fyrir komu sláttuvéla. Eins og þeir sem ekki höfðu trú á að þetta "eitthvað annað" mundi bjarga öllu. Fáránlegt að fólk skuli ætíð miða baráttuna um lífsbjörgina við nútímann þegar framtíðin er svona augljós.

Vagn (IP-tala skráð) 21.1.2020 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband