Sumir bardagar verða bara svona.

Leikur Íslendinga og Norðmanna á EM í gær var einhver skrýtnasti bardagi, sem munað er eftir í handboltasögunni.  "Eins og að fullorðnir menn séu að keppa við drengi" datt úr úr Loga Geirssyni þegar hann reyndi að lýsa þessum ósköpum. 

Það heyrðist gagnrýni á það að Guðmundur skyldi ekki hafa gripið til róttækra breyinga strax og steypiregn markanna helltist yfir íslnska liðið og markafjöldinn var telinn í sekúndum, sést, að hraðinn, sem mörkin  komu á, var eitthvað, sem ekki gerist yfirleitt á stórmóti, jafnvel tvö mörk á sömu mínútunni. 

Orðalag Loga Geirssonar hefur svosem átt við fyrr í íþróttasögunni. Þegar Flóyd Patterson, alveg ágætur heimsmeistari, barðist við Sonny Liston 1962, afgreiddi Liston hann þannoig á aðeins rúmum tveimur mínútum, að sagt var: "það er eins og að fullorðinn maður sé að tuska strák." 

Seinni bardagi þeirra fór nákvæmlega eins, næstum upp á sekúndu. 

Joe Frazier, sem Muhammad Ali átti alltaf í vandræðun með, varð eins og barn í höndunum á George Foreman í bardaga á Jamaica 1973 og var laminn sex sinnum í gólfið á fjórum mínútum. 

Ken Norton var jafnvel enn erfiðari fyrir Ali í þrenur bardögun þeirra, en hlaut hræðilega útreið hjá Foreman strax í upphafi bardagans. 

Fræg var óvænt barsmíðin sem risinn Jess Willard varð að þola 1919 í fyrstu lotu bardaga hans við Jack Dempsey, en sá bardagi gerði Dempsey að fyrstu alþjóðlegu ofurstjörnunni í íþráttum. 

Oft stafa svona ósköp af því að annar aðilinn hefur eitthvert sérstakt tak á hinum. 

"Has got his number" eins og sagt er. 

Ekki var það þannig í gær. Meirihluta leiksins var ekki hægt að sjá hvort liðið væri á leið til meistaratignar.  Það voru bara þessar fyrstu 10 mínútúr sem voru svona skrýtnar með sínu steypiflóði af norskum mörkum. 

Þá náðu Guðmundur og gerbreytt lið hans vopnum sínum og "drengirnir" stöðvuðu flugeldasýningu þeirra "fullorðnu." 


mbl.is Þetta var ekki handbolti á köflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband