200 sinnum meiri mengun en nemur heilsuverndarmörkum.

Að sumu leyti er umræðan um heilsuspillandi svifryksmengun á svipuðu stigi og rökræðan um óbeinar reykingar fyrir 20 árum. Þá var því haldið fram að bann við tóbaksreykingum, þar sem reykurinn færi ofan í alla nærstadda, væri skerðing á frelsi einstaklingsins. 

Á þetta reyndi eitt sinn á samkomu þar sem síðuhafi var beðinn um að semja spurningar fyrir spurningakeppni og stjórna henni. 

Þegar hefja átti leikinn, var þykkur tóbaksreykur í salnum og var reykingafólkið beðið um að hætta að reykja og bíða í kortér meðan reyknum væri hleypt út. 

Stóð þá maður einn upp og sagði, að þetta væri ofbeldi og frelsisskerðing gagnvart sér og öðru þeim, sem reyktu í salnum. 

Ég bað þá viðstadda að rétta upp hönd og sýna, hver væri skoðun samkomugesta.  Yfirgnæfandi meirihluti taldi hvern og einn í salnum hafa frelsi til að reykja að vild. 

"Nær þetta frelsi líka til mín?" var næsta spurning. 

"Já", var svarið úr salnum, en það kom samt svolítið skrýtinn svipur á suma. 

"Þá er það mitt val að reykja ekki, í stað þess að reykingafólkið hér í salnum reyki ofan í mig, og mun ég neyta þessa frelsis míns á þann eina hátt, sem mér er mögulegur, og fara héðan út, en ég skil spurningarnar eftir, svo að einhver sem kýs að vera inni í reyknum, geti notað þær og stýrt spurningakeppninni." 

Mikill kurr kom í salinn þegar ég tók saman föggur mínar og hugðist ganga út, og eftir að niðurstöður orðræðunnar höfðu verið ræddar, og ég hafði rökstutt það, að brottför væri eina leiðin til þess að ég fengi að njóta þess frelsis, sem ég hafði fengið samþykki fyrir, samþykkti reykingafólkið að gera samkomuna reyklausa. 

Þegar mælingar sýna nú, að svifryksmengun með heilsuspillandi efnum geti verið 200 sinnum meiri en nemur heilsverndarmörkum um áramót, er spurningin, hvort við slíkt verði hægt að búa. 

Í stjórnarskrá stjórnlagaráðs er grein um rétt hvers manns á hreinu og ómenguðu lofti og umhverfi. 

Sem má líka líta á sem frelsi til þess að njóta slíkra gæða. 

 


mbl.is „Þessi mengun yrði stoppuð strax“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki nær að byrja á risa skipunum sem dæla svartolíu reyk yfir okkur á sumrin !

Eða er það ekki nógu gott fyrir Reykjavíkurborg !

Er læknirinn Dagur B Eggertsson ábyrgur fyrir mestu menguninni ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.1.2020 kl. 07:47

2 identicon

Hvaða helvítis þvættingur er þetta? Skemmtiferðaskipum, sem öðrum, er bannað að nota svartolíu innan landhelgi og þar með við bryggju. Eða er fyrirspyrjandi með Dag B. á heilanum?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.1.2020 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband