Eins dauði annars brauð?

Sölutölurnar hjá Airbus og Boeing segja sína sögu um þau áhrif sem MAX-klúðrið hefur þegar haft á flugvélaþotumarkaðinn. Þessar tölur helgast af því, hve mikil sala er og eftirspurn í þeim stærðarflokki, sem Airbus 320 og 321 eru í.  

Þessi stærðarflokkur með nýjum og mun sparneytnari hreyflum en hinir eldri voru, er sá stærsti í farþegafluginu í krafti mikils vaxtar ferðaþjónustu heimsins, sem flytur fleiri farþega af millistétt á meðallöngum flugleiðum en áður var. 

Grunnástæðan á sér nokkurra áratuga rætur í því, að upprunalega hönnun 320 er 20 árum yngri en hönnun Boeing 737, sem byggðist í meginatriðum á skrokki af þvermáli, sem er orðin 60 ára gömul og miðuð við fólk, sem var smærra að meðaltali en nú er. 

Við hönnuninina á þotum Airbus var í upphafi miðað við það, að skrokkvíddin gerði ráð fyrir stækkun flugfarþega. 

Mjórri skrokkur 737 býður að vísu upp á aðeins minni loftmótstöðu og nettari lendingarbúnað, en á móti kemur, að sú þróun að hreyflarnir fyrir þessa stærð af þotum yrðu fyrirferðarmeiri en hinir eldri, bauð upp á leysanlega lausn á Airbus 320 án róttækra breytinga á miðstykki og vængjum, en illleysanlega lausn fyrir Boeing 737 án róttækra breytina á miðstykki og vængjum, nema að reynt yrði að setja flókið sjálfstýrikerfi á þotuna til að hægt yrði að færa hreyflana framar og hærra. 

Þrátt fyrir að sífellt lengist sá tími sem lausn vandamála 737 tekur, er kannski enn of snemmt að tala um að máltækið "eins dauði er annars brauð" eigi við þegar litið er á heildarmyndina á flugvélamarkaðnum. 

En eins og er, má segja að tíminn vinni með Airbus í þessari gríðarstóra slag, sem snýst um óheyrilega háar fjárupphæðir. 


mbl.is Airbus á fljúgandi siglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gleyma MC 21 þotunni sem virðist vera að koma í loftið à hàrréttu tíma.

Hún er svolítið breiðari en Airbus og eiðsugrennri.

Sennilega topp vélin. Í þessum stærðarflokki milli

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2020 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband