Langþráð samgöngubót.

Þegar brú var gerð á Þverá skammt frá Stórólfshvoli réðu sú brú og gerð brúar yfir Ytri Rangá hjá Hellu því að þorp risu við þær brýr og Suðurlandsvegur lægi þar beint á milli. 

Við það datt hið fornfræga höfuðból Óddi út úr þjóðleið. 

Svo gerðist það að þegar eyddur skógur við Drumbabót fór að koma upp úr sandinum við Þverá og menn áttuðu sig á því að fyrir landnám hafði hamfararhlaup úr Kötlu eytt skóginum, varð ljóst að ef aftur yrði slíkt hlaup, var hætta á því að undankomuleið fyrir byggðina utar með Þverá að sunnanverðu, gæti lokast.  

Þetta hefur verið ljóst í minnsta kosti aldarfjórðung án þess að við því hafi verið brugðist fyrr en nú. 

Það er því ekki aðeins samgöngubót að því að fá hringleið um Odda á þessu svæði, heldur mikið öryggisatriði, sem ber að fagna. 

Fram að þessu hefur helsta flóttaleiðin fyrir þá sem búa vestast og nyrst í Vestur Landeyjum verið til austurs á móti flóðinu, en yrði nú til norðurs og yfir brúna upp á Rangárvelli og hærra land. 


mbl.is Oddi kemst í þjóðbraut á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband