Hringiðurnar og áhlaupin geta verið ólýsanleg.

Hringiður, vindhviður og áhlaup vinds, sem steypist ofan af fjöllum, búa oft yfir ólýsanlegu afli. 

Dææmi um slíkt var tíu hjóla hertrukkurinn, sem stóð við bæinn Steina undir Eyjafjðllum fyrir tæpum 40 árum, en gríðarlegur vidstrokkur lyfti honum upp eins og fisi og bar hann hátt á lofti nokkur hundruð metra þar sem hann hlunkaðist aftur niður. 

Síðuhafi sat eitt sinn inni í átta manna International bíl ásamt undirleikaranum, sem átti bílinn, þegar svo svakalegur vindstrokkur kom yfir Tíðaskarðið við vesturenda Esjunnar. að hann réði ekki við bílinn og stansaði. 

Bíllinn hoppaði upp og niður á veginum og snerist lítillega í hvert sinn. 

Allt í einu heyrðist hvellur, og húddlokið á bílunum reif sig upp úr hjörunum  og hvarf í hringsnúningi beint og hátt upp í loftið, en skall síðan harkalega niður utan vegar og lá þar. 

Viðlagatrygging bætti ekki tjón af vindi þegar ég skildi eitt sinn tvær flugvélar, sem þá voru í eigu minni, TF-GIN og Dornier Do27 vél, rígbundnar hlið við hlið á Akureyrarflugvelli. 

Spað var suðvestan átt með 35 hnúta hviðum. 

En raunin varð suðvestan fárviðri með 85 hnúta hviðu, sem var svo snörp og hðrð, að bandið í annan væng Dorniersins sleit krókinn út úr vængbitanum! 

Dornierinn sló öðrum vængnum niður og skemmdi hina flugvélina, TF-GIN þannig að báðar vélarnar skemmdust í sömu hviðunni. 

Hjá Viðlagatryrgingu var ekkert að fá, og því borið við að tjón af vindi væri ekki bætt, heldur aðeins tjón af föstu efni, sem rynni eða fyki á viðkomandi eignir. 

Þegar bent var á það að stærri flugvélin, sem fauk á hina minábni, væri úr föstu efni, var beiðninni samt hafnað. 

TF-GIN hafði áður lent í svipuðu.  ´Hún var fengin að láni til flugs frá Akureyri vestur í Langadal og bundin þar við knattspyrnumark í heitum sunnanþey, 

Skyndilega myndaðist snarpur hvirfil vindsveipur í hitanum, sem fór yfir vélina, sleit hana úr bandinu að aftan og svipti henni á hvolf. 

Eigendunum hafði verið lofað að ábyrgst væri um vélina, og varð úr að enda þótt ekki hefði staðið til að eignast þessa fyrstu flugvél mína, varð það samt úr að kaupa hana fullu verði í því ástandi sem hún var eftir fokið. 

Þannig eignaðist ég með harmkvælum fyrstu flugvél mína, og hún er enn fleyg og varðveitt á Selfossi, aldeilis dásamlegur gripur í eigu góðra manna. 

 


mbl.is „Mér fannst jörðin snúast undir mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Öðrum hringiðum og áhlaupum miklu verri
er óskiljanleg ákvörðun yfirvalda að
landinn skuli settur í sóttkví við
hingaðkomu en Kínverjar FÁ FRJÁLSAN AÐGANG SEM FERÐAMENN
meðan heimalandið Kína gerir allar varúðarráðstafanir
til að HEFTA útbreiðslu Kórónaveirunnar.

Eru menn ekki með réttu ráði eða rænulausir á þessu skéri?

Á að veita veirunni yfir landsmenn eins og ekkert sé?

Húsari. (IP-tala skráð) 7.2.2020 kl. 14:55

2 identicon

Þessi saga segir manni enn og aftur að flugvélar og báta skal ekki tryggja hérlendis. Gott dæmi á Falteyri þar sem tryggingarfélög neita bótaskyldu á bátum sökum náttúruhamfara. Ofsaveður á hafi úti með stórum öldum eru einnig náttúruhamfarir og líklegast yrði ekki bætt tjón af þeirra völdum.

Jon Pall Gardarsson (IP-tala skráð) 7.2.2020 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband