Mazda var vanmetinn bíll á tímabili hér á landi.

Mazda átti sæmilegu gengi að fagna hér á landi fyrstu árin þegar þetta japanska merki nam hér land. En síðan tóku við erfiðari ár, og ýmis gögn benda til þess að það hafi ekki verið sanngjarnt hvað þetta bílmerki var lengi að öðlast verðskuldaðar vinsældir. 

Mátti orða það svo að þetta væri kannski vanmetnasti bílaframleiðandinn, því að árum saman voru Toyota og Mazda efst á lista yfir þá bíla erlendis, sem sýndu bestu endingu og minnsta bilanatíðni, en á sama tíma seldust margfalt færri Mazda bílar en Toyotabílar. 

 

Á aldar afmæli verksmiðjanna hafa að vísu önnur bílmerki, sótt fram hvað snertir litla bilanatíðni, svo sem jafn ólík merki og Hyundai og Skoda, en hin síðari ár hefur Mazda hrist af sér slenið og getur vel unað sínum hlut hvað snertir góða bíla.   


mbl.is Mazda fagnar 100 ára afmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef alltaf talið að Mazda og Honda væru bestu japönsku bílarnir. Með því að framleiða tiltölulega fáar týpur held ég að Mazda og Honda hafi náð að auka gæðin. Honda hefur alltaf verið stabíll, endingargóður og áreiðanlegur bíll og ekkert sérstaklega þekktir fyrir framúrskarandi hönnun. Mazda hefur hins vegar alltaf verið leiðandi í flottri hönnun. Enda fór Elon Musk og réð hönnuð frá Mazda til að hanna Tesla S bílinn og aðra bíla sem eftir komu. Flottu línurnar í Teslu bera enda smá keim af Mazda, ekki satt?. 

En hvað segirðu um þessar vangaveltur að Mazda og Honda séu bestu japönsku bílarnir yfir það heila ef horft er á heildar vörulínuna? 

Mazdafan (IP-tala skráð) 10.2.2020 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband