Athyglisverður munur á veðrinu í Reykjavík og Keflavík í nótt.

Athyglisvert er að sjá tölurnar um veðrið á tveimur flugvöllum í nótt.Keflavík, flugveður

Þetta voru Keflavíkurflugvöllur og einn af varaflugvöllum hans, Reykjavíkurflugvöllur. 

Á Keflavíkurflugvellli var loft alveg rakamettað, eða 100 prósent og uppgefið skyggni 0,8 km og vindur allt að 36 m/sek í hviðum, og 30 m/sek á meðan 100 prósent rakinn var, sem þýðir fárviðri og hámarks raki.

Þetta ástand varaði í meginatriðum frá miðnætti fram á sjötta tímann.  

Á Reykjavíkurflugvelli var raki í lofti á sama tíma milli 80 og 90 prósent og í einni af athugununum fór skyggni niður í þrjá kílómetra. Reykjavík, flugveður.

Í flugveðurspá klukkan sjö í morgun var spáð allt að 100 hnútum eða um 50 m/sek í 5000 feta hæð.  

Í fluginu er gefið út svonefnt sigmet ef vindurinn fer í 25 hnúta eða meira (meira en 50 hnúta). 

Ástæðan fyrir þessu er einföld:  Reykjanesfjallgarðurinn, allt að 700 metra hár, sem austanvindurinn fer yfir á leið sinni til Reykjavíkur, en fer framhjá á leið sinni til Keflavíkur.  

Rakamassinn skellur af fullum þunga á Suðurnesjum, en Hengill, Vífilsfell, Bláfjöll og Langahlíð rífa rakann úr massanum, í svo að mestur hluti hans fellur þar upp frá sem úrkoma. 


mbl.is Öll nýjustu tíðindi af ofsaveðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband