Sextándi vegvísirinn varðandi virkjanastefnuna: Sæstrengirnir.

Í Fréttablaðinu fyrir ári birtist grein um orkustefnu Íslendinga þar sem tínd voru til tíu sgtefnumarkandi atriði eða eins konar vegvísar hjá ráðamönnum þjóðarinnar varðandi þessa stefnu, sem öll hníga að því að virkja alla virkjanlega orku landsins og þyrma ekki náttúruverðmætum þess. 

Síðan þá hefur vegvísunum fjölgað hratt og sá sextándi leit dagsins ljós í ummælum iðnaðarráðherra þess efnis að það verði að leggja sæstreng til landsins. Tók hana ekki langan tíma að snúa ársgömlum fyrirheitum sínum um að sæstrengur kæmi ekki til greina yfir í hið gagnstæða. 

En í umræðunni um þriðja orkupakkann í fyrra kepptust margir við að afneita sæstrengnum, sem raunar getur aldrei orðið bara einn strengur, heldur minnsta kosti tveir strengir en jafnvel fjórir "til þess að tryggja afhendingaröryggið" eins og það er orðað. 

Tengsl þriðja orkupakkans og sæstrengja eru þó skýr að því leyti, að 3. orkupakkinn getur á engan hátt komið í veg fyrir strenginn, heldur geta hugsanleg áhrif hans eingöngu orðið til þess að liðka fyrir sæstreng. 

Ástæða þess að rétt er að tala um sæstrengi í fleirtölu er sú, að 1994 í könnunarferð þáverandi iðnaðarráðherra og orkumálastjóra til Bretlands, kom í ljós að strengirnir yrðu að vera minnsta kosti tveir vegna seguláhrifa og nægði þessi staðreynd þá til þess að öllum áformum um slíka framkvæmd var aflýst. 

Enda yrði kostnaðurinn talinn í þúsundum milljarða króna. 

Þar að auki kæmi ekki á óvart þótt talin yrði nauðsyn að bæta öðrum strengjum við, því að öllum tilfellum annars staðar í Evrópu, er um varaflutningsleið að ræða. 


mbl.is Þórdís segir raforkumarkaðinn óþroskaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það stendur yfir mikil línubygging á milli Norður- og Austurlands, sem hófst í fyrrasumar. Þessi lína liggur samhliða nýlegri línu sem var byggð sem varalína frá Kröflu fyrir nokkrum árum þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð.

Menn veltu því nokkuð fyrir sér í fyrrasumar til hvers þessi varalína væri byggð við hlið varalínu á milli tveggja helstu virkjanasvæða norðan Vatnajökuls.

Núna í vetur kom í ljós að línur s.s. í Skagafirði eru svo fúnar að þær hefðu ekki átt að vera á vetur setjandi.

Eru þeir sem með þessi mál fara fábjánar eða eru þeir að leggja stórar háspennulínur þangað sem styst er að fara með orkuna úr landi yfir á meginlandið?

Magnús Sigurðsson, 17.2.2020 kl. 06:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sögðum við ekki?

Halldór Jónsson, 17.2.2020 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband