Það á ekki af Icelandair að ganga.

Stundum eru fyrirtæki of stór fyrir einstök lönd til þess að hægt sé að láta þau falla.

Bæði Loftleiðir og Icelandair áttu í miklu erfiðleikum þegar atburðir í Miðausturlöndum urðu til þess að félögin urðu fyrir miklu rekstrartapi.

Þá var neyðarlausnin að sameina þau með ríkisins hjálp.

Bæði Wow Air og Icelandair áttu lentu í hremmingum og eftir að Wow Air féll með braki og brestum má íslenskt flug ekki við því að Icelandair fari sömu leið. 

Að vísu er munurinn sá í þetta sinn, að fjöldi erlendra flugfélaga heldur uppi miklu flugi til Íslands, en þannig var það ekki á tímum Loftleiða og Flugfélags Íslands (Icelandair).

En á móti kemur að íslensk ferðaþjónusta er margfalt stærri núna og má varla við meiri áföllum. 

Eins og er, eru það ekki aðeins hinar nýju hremmingar vegna Covid-9 veirunnar, sem hafa slæm áhrif, heldur eru þþr fréttir dæmalaustar, að í helmingi af þeim eldsneytisgeymum Max-vélanna, sem skoðaðir hafa verið, hafi verið fullt af aðskotahlutum. 

Nóg er nú baslið samt búið að vera út af þeim flugvélum. 

 


mbl.is Gengi hlutabréfa Icelandair hríðfellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband