Hvað yrði sagt, ef aðeins ellefu sýni hefðu verið tekin á Íslandi?

Ellefu þúsund sýni í Bandaríkjunum samsvara ellefu sýnum á Íslandi, ef miðað við fólksfjölda landanna, því að Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar.

En Íslendingar hafa tekið hundrað sinnum fleiri sýni en ellefu, og staðið sig hundrað sinnum betur en Bandaríkjamenn, sem Trump gumaði af í upphafi að væru með besta kerfið í heiminum!

Suður-Kóreumenn hafa tekið 190 þúsund sýni eða 19 sinnum fleiri en Bandaríkjamenn, og miðað við stærð þessara tveggja þjóða; - í Suður-Kóreu búa 50 milljón manns; - hafa Suður-Kóreumenn verið meira en hundrað sinnum duglegri en Bandaríkjamenn við framkvæmd þessarar forsendu fyrir andóf gegn veikinni. 

Veikinnar varð vart á svipuðum tíma í Bandaríkjunum og í Suður-Kóreu, en í stað þess að taka til hendinni strax af festu og afli, eins og Suður-Kóreumenn gerðu, lét Trump reka á reiðanum.      


mbl.is Viðurkennir mistök bandarískra yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sölumennska stjórnmálamanna í Bandaríkjum um hefur lengi verið yfirþyrmandi. Arthur Miller gerði meistaraverk um sölumann sem missir fótanna. Miller fékk að launum samfylgd með glæsilegust stjörnu Hollywood.

Trump er spegilímynd af New York búa sem nær langt með með afneitun og vísar á bug staðreyndum sem samrýmast ekki hans pólitík.

Skráð smit hér eru trúlega fleiri en í öðrum þjóðlöndum, þar sem heilbrigðisþjónustan er hér mög góð. Samanburður er ekki alltaf auðveldur eða raunhæfur við milljóna þjóðir.

Sigurður Antonsson, 13.3.2020 kl. 10:37

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Eins og þetta hefur verið gert hér og meira og minn alstaðar (mæla bara þá sem eru með einkenni) þá verða bara til ónýtar upplýsingar með tilliti til faraldsfræða. 

Þessi pest er einkennalaus eða mjög einkennalítil hjá meirihluta smitaðra og auk þess eru prófin einungis 70% áreiðanleg þannig að ef 7 greinast í 100 prófum eru 10  smitaðir og þessir 3 halda að þeir séu ekki smitaðir sem er afleit.

Þetta eru því raunar allt bara mismunandi mikið "ónýtar" upplýsingar.

Guðmundur Jónsson, 13.3.2020 kl. 11:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er allt Trump að kenna, er það ekki. Hann er persónulega að vinna að því viljandi að hjálpa útbreiðslunni og að gera landið gjaldþrota. Hann er einræðisherra sem hunsar alla ráðgjöf. Þetta að vera fyrstur til að loka a ferðir frá kína var bara sýndarleikur. Um að gera að gera þetta að pólitísku mali Ómar. Nú fer stór lofsteinn nálægt jörðu og ef hann skellur á jörðinni má ganga út frá því sem vísu að Trump stendur að baki því.

Ég treysti þer til að fylgjast vel með NYT, CNN og MSNBC og halda okkur upplýstum um Hitler í Hvíta húsinu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2020 kl. 13:06

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, nú virðist það vera aðalatriðið hjá mörgum að anda ekki á goðið í Washington með því að skoða yfirlýsingar manna hans.  Einn bloggpistlahöfundurinn krefst þess að utanríkisráðherra Íslands verði rekinn úr starfi tafarlaust fyrir að makka ekki rétt.  

Ómar Ragnarsson, 13.3.2020 kl. 13:18

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Samkvæmt þínum reikningi Ómar þá ætti að vera 103,000 manns með kínversku veiruna i USa. Er það sem er að gerast í USA?

Með góða heilbrigðiskerfið á Íslandi þá er miðað við mannsfjölda, mikil sýking á Íslandi eitthvað nálægt því sem gerðist í Kína.

Trompið er með þetta í meðferð að varna einmitt fjölda sýkingum, sem að gætu orðið til þess að sjúkrahúsin gætu ekki sinnt öllum eins og er að gerast á Ítalíu. Það er hætt að hlúa að gömlu fólki sem er með kínversku veiruna, en það er einmitt eldri borgarar sem þurfa mestu aðhlynninguna.

Kinverska veiran er eins og flensa og það er ekki mikið hægt að gera til að stöðva útbreiðslu veirunnar nema það sé til mótefni með bólusetningu, sem er og verður ekki til fyrr en eftir rúmlega eitt ár. Þess vegna er mikilvægt að hægja á sýkingum eins og mögulega er hægt, en að stöðva sýkinguna algjörlega er ekki mögulegt á næstu mánuðum.

Ég er eins og þú Ómar í hæsta áhættu flokki gagnvart kínversku veirunni, ég er ansi hræður um að þú værir ekki ánægður að vera sendur heim ef þú færir á sjúkrahús til að fá aðhlynningu vegna kínversku veirunnar af því að þér væri sagt. Því miður þú ert of gamall og við tökum ekki á móti gömlu flóki eins og þér, ef ég fengi svoleiðis aðhlynningu, þá væri ég ekki ánægður.

þess vegna er það mikið atriði að hægja á sýkingum eins og hægt er til að yfirheyra ekki heilbrigðiskerfið, en stöðva utkreyðslu algjörlega er algjörlega út úr túni, í það minsta þangað til að bóluefni er komið á markaðinn.

Með kveðju frá Montgomery Texas.

Jóhann Kristinsson, 13.3.2020 kl. 16:05

6 identicon

Var að horfa á neyðayfirlýsingafundin hjá Trump

USA gæti hafa verið seint af stað en nú er allt komið á fullt

eða einsog sagt er á ensku money talks shit walks

og með neyðarsetningunni þá er verið að dæla  50 miljörðum dollurum í forvarnir

Grímur (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 19:55

7 identicon

Til þessa hef ég haldið að Trump verði nær örugglega endurkjörin, en nú hefur Kórónaveiran svo sannarlega sett ófyrirsjáanlegt strik í reikninginn.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 20:21

8 identicon

Sæll Ómar.

Það falska skjól sem þú býrð þér
vegna sýnatöku er vitanlega haldlaust.
Aðgerðir stjórnvalda er það sem gildir.

Í sama stað hefði komið þó spurt hefði verið 
hvort menn tryðu á jólasveininn!

Bandaríkin eru eina ríki veraldar sem hafa
þá stöðu meðal þjóðanna að ef þau beita sér
þá stenst ekkert ríki þeim snúning.

Þú hefur kannski frétt af því að Bandaríkin
björguðu Evrópu í Fyrri- og Seinni heimsstyrjöld?

Nei, hvaaað! Menn benda sífellt á kokið á sér
í von um peninga í fljótandi formi!

Húsari. (IP-tala skráð) 14.3.2020 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband