Bandarískur seðlabankastjóri: Þörf á miklu ágengari og stærri aðgerðum en 2008.

Athyglisvert viðtal sást í sjónvarpi í gær í þættinum 60 mínútur við bankastjóra í Seðlabankanum í Minneapoli, sem skilja mátti að sé hluti af Seðlabanka Bandaríkjanna. 

Þarð á bæ urðu menn hoknir að reynslu í kreppunni 2008 við að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, og sagði bankastjórinn, að það hefði tekið heilan áratug að komast út úr því. Hann teldi það of langan tíma, og sagði, að 2008 hefðu verið gerð þau mistök að fara of varlega, vægt og hægt í sakirnar. 

En góðu fréttirnar væru þær, að nú væri hægt að byggja á reynslunni og ganga miklu harðara til verks með ágengum og markvissum aðgerðum. (Þýðandinn í gær þýddi agressive með íslenska orðinu árásargjarn, sem er kannski svolítið vafasöm þýðing).   

Bankastjórinn lagði ofuráherslu á það að koma með öllum tiltækum ráðum í veg fyrir atvinnuleysi og setja slíkar aðgerðir algerlega í forgang, því að það væri svo erfitt að vinda ofan af þeim víðtæku afleiðingum, sem atvinnuleysi hefði. 

 


mbl.is Greiða atkvæði um „aðgerðapakkann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er 100% rétt hjá bankastjóranum, peningurinn er bókhald, en mannshöndin og hugurinn eru verðmætin. Ef hugur og hönd eru tjóðruð með að ekki megi halda bókhald um störf fólksins, og láta fólkið fá nótu upp á mánaðarkaupið, svo að það geti farið og keypt nauðsynjar. Hugsiði, Fólkinu var sagt upp, af því að allar skemmur voru fullar af vörum, mat og öllu sem fólkið þurfti. það var kallað kreppa. Allrabestu menn sögðu, við getum ekki greitt skatt, til að allt fólkið fái pening, bókhald til að lifa. Hvílík heimska.

Ef fólkið fékk að vinna, þá urðu allir ríkari.

Egilsstaðir, 30.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.3.2020 kl. 22:59

2 identicon

Sæll Ómar.

Talandi um Bandaríkin þá er
hér enn ein útgáfan af
Bohemian Rhapsody en hvort hún kætir
þitt geð er annaö mál!

https://www.youtube.com/watch?v=i05gKtHWjGY

Terry Miles með sinn listræna gjörning
á morgun kl. 4 á YouTube.

Bohemian Rhapsody (Donald Trump Cover)

Húsari. (IP-tala skráð) 31.3.2020 kl. 00:00

3 identicon

Aðgerðapakkinn ber þess merki að þingmenn hlusti og heyri að atvinnuleysi sé slæmt en verra sé ef eigendur fyrirtækja hafi einhvern hag af áframhaldandi rekstri. Það er eins og þeir haldi að fyrirtæki hafi sjálfstæðan lífsvilja og geri hvað sem er til að halda sér gangandi, eigendur séu bara sníkjudýr sem engu ráði. Að tilboð um að skuldsetja fyrirtæki sé meira freistandi en að stöðva rekstur og leggja það í dvala. Eigendur þurfa nú að ákveða hvort þeir vilji koma út úr þessari Covid kreppu skuldum vafðir eða ekki. Uppsagnir hundruða síðustu daga hjá fyrirtækjum í eigu einkaaðila og ríkisins gefur vísbendingu um áhrifamátt aðgerðapakkans.

Vagn (IP-tala skráð) 31.3.2020 kl. 03:02

4 identicon

Sæll Ómar.

Svo eru það sumir hverjir
fjölskylduseðlabankastjórarnir
sem fara á stjá.

Það eru mánaðamót og þeir eru
svo vinsamlegir að hjálpa Afa og Ömmu
við að hreinsa út bætur og það annað
sem kann að vera fyrir.
Þeir verða aftur á ferð að mánuði liðnum.

Þá má ekki gleyma sumum hverjum trúfélögum
sem einmitt nú um mánaðamót taka við
fúlgum fjár frá fólki sem veit varla hvað
peningar eru og að öðru leyti er ósýnilegt, -
þar til um næstu mánaðamót.

Svona er Ísland í dag!

Gleymið ekki að njóta góðrar tónlistar með Terry Miles
á YouTube kl. 4 í dag. Aðgangur er óheftur og
tónlist þessi stendur öllum til boða
án þess að menn þurfi að gefa upp reikninga á Facebook eða Google;
öllum frjálst, öllum opið án skuldbyndinga.

Húsari. (IP-tala skráð) 31.3.2020 kl. 10:19

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Piltar, Húsari, þetta er stórgott atriði, sýnir hvað hægt er að gera. 

https://www.youtube.com/watch?v=i05gKtHWjGY

Egilsstaðir, 31.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 1.4.2020 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband