Ein mýtan er að allsherjar lækning sé möguleg á næstu vikum.

Ein mýtan, sem margir falla fyrir, meðal annars í æðstu embættum, er sú að bóluefni við COVID-19 verði jafnvel tiltækt eftir nokkrar vikur og að ýmis lyf geti jafnvel haft lækningarmátt eftir enn skemmri tíma. 

Hvað bóluefnið varðar hefur ævinlega þurft að bíða í að minnsta kosti upp undir ár til þess að hægt verði að framleiða það fyrir þær farsóttir, sem hingað til hefur fundist bóluefnið við, og jafnvel þá, þarf talsverðan tíma sem reynslutímabil áður en almennt verði hægt að nota slík lyf. 


mbl.is Mýtur um kórónuveiruna sem ber að varast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kári Stefánsson gerir ráð fyrir að bóluefni verði komið í dreifingu fyrir lok þessa árs. Og það eru til lyf sem lofa góðu þótt enn sé virkni þeirra ekki fullreynd.

Það er ástæðulaust að vera með tálvonir, en það er líka ástæðulaust að vera of svartsýnn.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.4.2020 kl. 20:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála þorsteini um leið minni ég á að framfarir eiga sér sífellt stað í læknavísindum og hví ekki í hraða framleiðslu gegn veiru sem er allt að drepa.
 

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2020 kl. 02:37

3 identicon

Sæll Ómar.

Samkvæmt Srinivasa Ramanujan (1887 – 1920)
indverskum stærðfræðingi, þá biðu stærðfræðileg
úrlausnarefni þess að einhver bæri næmi til að
nema þau; allar úrlausnir lægju þegar fyrir.

Það er því ekkert sem dvelur orminn langa
nema ef næmi er ekki fyrir hendi.

Þetta kemur heim og saman við enduruppröðun allra hluta;
hringekjuna.

Húsari. (IP-tala skráð) 3.4.2020 kl. 09:00

4 identicon

Á dögum Svartadauða voru mörg ráð reynd sér til bjargar.

Eitt var það að hringja stöðugt kirkjuklukkum. Brá þá svo við að faraldurinn stöðvaðist skyndilega. Þótti þetta vera mikið kraftaverk.

Löngu seinna kom sú skýring á þessu fyrirbæri að rotturnar sem báru smitið út hefðu flúið í burt við klukknahringinguna.

Ekki sel ég þessa sögu dýrari en ég keypti.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.4.2020 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband