20 dauðsföll þætti há tala hér.

Samtals 1900 hafa látist vegna kórónuveirunnar í New York ríki, en það samsvarar um 15 manns hér á landi miðað við fólksfjölda. Íbúar New York ríkis eru 20 milljónir en til samanburðar eru íbúar allra Norðurlandanna samtals 26 milljónir. 

Það þætti skuggalega há dánartala ef um 2500 manns væru látnir á Norðurlöndum, þar af um 20 á Íslandi. Hér hafa 4 dáið, sem þykir í hærri kantinum miðað við aðrar tölur úr viðureigninni hér við veiruna. 

En þessi háa tala í New York ríki vekur auðvitað athygli í erlendum fréttum dagsins, og menn hafa misjafna sýn á hana. 

Borgarstjórinn í New York og rikisstjóri ríkisins telja að stefni hraðbyri í skort á öndunarvélum, en forsetinn telur það ólíklegt, en segir jafnframt, að ef svo verði, geti yfirvöld New York ríkis sjálfum sér um kennt. 

Veikin er skemmra á veg komin í Bandaríkjunum í heild, en 7406 dauðföll yfir heildina, samsvarar sjö dauðföllum hér á landi, miðað við fólksfjölda. 


mbl.is Um 1.500 létust á einum sólarhring í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði borgarstjóri NY ekki bara sjálfur átt að sýna fyrrihyggju og kaupa nokkur hundruð þúsund öndunarvélar, í stað þess að grenja alla daga yfir hvað aðrir hefðu mögulega átt að vera búnir að gera 

Grímur (IP-tala skráð) 4.4.2020 kl. 15:27

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er eiginlega fánýtt "sport" að bera saman tölur á milli ríkja.  Það verður ekki hægt að gera af neinni skynsemi fyrr en faraldurinn er yfirstaðinn.

Hvernig er samanburðurinn á milli Íslands og Ítalíu, eða Norðurlandanna og Spánar?

Svo er mismunur hvernig tölum er safnað og hvað þær eru áreiðanlegar. 

Hvað hafa hlutfallslega margir dáið á Norðurlöndunum miðað við N-Kóreu?  Þýðir það að kommúnískt einræði sé besta stjórnarformið?

Síðan má velta fyrir sér alls kyns annari tölfræði.

Hvað deyja margir í Bandaríkjunum af "venjulegri influenzu" á hverju ári?

Eftir því sem ég kemst næst eru það á bilinu 10.000 til 60.000 á hverju ári.

Hvað margir af þeim sem nú deyja af Covid-19, hefðu dáið af "venjulegri influenzu"?

Það er engin leið að reikna og breyturnar í þessari jöfnu eru svo margar að það er engin leið að fá vitræna niðurstöðu með þær upplýsingar sem nú liggja fyrir.

Ef til vill verður það mögulegt að faraldrinum afstöðnum, en eitt og annað segir mér að það verði samt sem áður hálfgerðar getgátur.

En ég get tekið undir það að Bandaríkin hefðu getað staðið sig betur í baráttunni, en það er allt önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 4.4.2020 kl. 15:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er lágmarks forsenda fyrir árangri að þekkja viðfangsefnið, og til þess þarf að rannsaka það og skoða tölur úr þeirri rannsókn.

Engar breytur skekktu þá áberandi tölu að fyrstu vikurnar tóku Kanar hundrað sinnum færri sýni en við og uppskáru fyrir bragðið kolskakka mynd af umfangi veikinnar, sem nú hefur komið þeim rækilega í koll. 

COVID-veiran er hrein víðbót í smitsjúkdæmaflórunni og nokkuð ljóst, að allir þeir, sem nú hrynja niður af völdum hennar, hefðu ekki hvort eða er dáið úr flensu.  

Ómar Ragnarsson, 4.4.2020 kl. 17:49

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ómar, hvað vitum við um SARS-CoV-2 veiruna, eða COVID-19 sjúkdóminn sem hún veldur (ég nefni nöfnin hér af ásettu ráði, til að benda á að menn eru á röngunni).

Einhver veira braust út í Wuhan héraði, þar sem um er að ræða rannsóknarstofu sem hefur rannsoknir á kórónuvírusum. Þessi sama stofa er bendluð við að hafa staðið að rannsóknum fyrir kínverka herinn. Hvort heldurðu að sé líklegra, að einhver hafi búið til leðurblökusúpu sem hann hefur gert í þúsundir ár, eða að nýjustu ransóknir og tilraunir á kŕonuvírus hafi "lekið" út af rannsóknarstofu.

#2 er euðvitað líklegra, en allir segja "vísindamenn" þetta, eða "vísindamenn" hitt. Hver heldur að einhverjir vísindamenn vilji viðurkenna að þeir séu að þróa vopn til að drepa fólk. Enginn. Þeir standa allir með hvorum öðrum og leyna staðreyndum ... þetta er lifibrauð þeirra.

Ríkisstjórnir Íslands og annarra ríkja eru með gamlar bækur um hvernig vírusar breiðast út. Hundsa ransóknir í Kína (sem eru ekki viðurkenndar af Kínvareska nasista (kommúnista) flokknum. Breyðsla vírusins, er ekki vegna þess að fólk ber hann með sér ... heldur vegna þess að vírusinn var í vatnintu kringum Wuhan og að óveður í kringum svæðið varð til þess að vatnið fluttist upp til skýjanna og síðar kom niður sem snjókoma, á Ítalíu og í Are í Svíþjóð.

Í stað þess að hlusta á vísindi 0g ransóknir. Hlusta menn á nasista líð, drullusokka sem myrðir fólk í eigin hag. Kína lokaði fólk inni á heimilum sínum og lét það drepast drottni sínum, og tók það síðan út og brenndi án þess að athuga eða telja það sem fórnarlömb veirunnar.

Þetta telur kommúnistaskríllin á Íslandi vera "gott mál". Önnur eins heimska, verður maður að leita að. Að Þýskaland og Austurríki, sem myrtu gyðinga til að bjarga sjálfum sér finnst þetta góð lausn er ekkert til að hrósa happi yfir. Heldur hörmungum.

Að Íslendingar telji þetta eftir, er til skammar. Hlustið á eldri bróður ykkar, Svíþjóð, í þessu sambandi.

Örn Einar Hansen, 4.4.2020 kl. 18:18

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og ef við berum saman við Ítalíu væru um 300 Íslendingar látnir.

Gunnar Heiðarsson, 4.4.2020 kl. 18:32

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar, er þér eitthað sérstaklega í mun að ná þér "niður á" "könum"?

Hvað tóku Ítalir, eða Spánverjar mörg sýni miðað við Íslendinga á upphafsviku faraldursins?

Nú eða Austurríkismenn?

Það er enginn að halda því fram að allir þeir sem láta lífið af völdu Covid-19 hefðu látið lífið af völdum "venjulegrar flensu", en hvað hefðu margir gert það?

Treystir þú þér til að nefna þá tölu?

Ég held að enginn geti það.

Hvað deyja margir af öndunarfærasjúkdómum í Evrópusambandslöndunum í venjulegu árferði?

Nýjustu tölur tala um ca. 220.000.

Hvað margir af þeim sem "hefðu dáið" í ár af þessum "hefðbundnu" ástæðum, deyja nú af völdum covid-19.

Ég segi þetta með fullri virðingu fyrir þeim sem láta lífið. 

En það eru svo margar breytur, að það er engin leið að fara að reikna fyrr en faraldurinn er yfirstaðinn, og jafnvel þá eru breyturnar svo margar að það er engin leið að fá "hina einu réttu niðurstöðu".

G. Tómas Gunnarsson, 4.4.2020 kl. 18:40

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar Ef við viljum reikna Ítalíu og Ísland, saman held ég að við værum að tala um næstum 750 dauðsföll á Íslandi.

Ítalía er jú með ríflega 250 dauðsföll á hverja milljón íbúa.

En það er að mínu mati "fánýtt sport" að umreikna slíkar tölur á milli landa.

Hitt er rétt að það að skima fyrir smitum er að ajálfsögðu gríðarlega hjálplegt og grunnur að frekari aðgerðum.

Þekking er allta af hinu góða.

G. Tómas Gunnarsson, 4.4.2020 kl. 19:04

8 identicon

Fjöldi tekinna sýna er ekki aðalatriðið í baráttunni við veiruna heldur rétt viðbrögð í upphafi.  Þar eigum við ýmislegt ólært af þeim sem best gera. 

Fjöldi tekinna sýna per milljón íbúa voru 69.276 á Íslandi með 12 látnum á milljón, á meðan fjöldi tekinna sýna í Signapore voru 6.666 á milljónina og látnir eru 1 á milljón íbúa. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.4.2020 kl. 19:45

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fjöldi á hverja milljón íbúa er oftast sú tala sem notuð er. Það á lika við umferðarslysafjölda á ákveðnum stöðum miðaið við milljón ekna kílmetra. 

4 eru látnir á Íslandi. Það samsvarar því að 11 væru látnir á hverja milljón íbúa. 

Tölurnar, sem menn nefna hér við samanburð á Ítalíu og Íslandi eru því fengnar með öfugri og rangri reikningsaðferð. 

Ómar Ragnarsson, 4.4.2020 kl. 21:48

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Spyrjum að leikslokum. Það er endalaust hægt að velta fyrir sér tölum og niðurstöðum, miðað við hitt og þetta. Endanleg niðustaða fæst ekki fyrr en að faraldrinum loknum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.4.2020 kl. 22:54

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þegar ég reiknaði töluna hér að ofan, gerði ég að í of miklum flýti, og margfaldaði í stað þess að deila.

Rétta talan ef vilji væri til þess að bera saman Ítalíu og Ísland væri í kringum 80 dauðsföll á Íslandi.

Ég vil biðjast afsökunar á því.  Ætti að kenna mér að fara hægar í sakirnar og lesa betur yfir það sem ég pósta.

En ég er ennþá þeirrar skoðunar á það sé frekar "fánýtt sport" sð umreikna slíkar tölur á milli þjóða á þessu stigi faraldursins. 

En það er næsta ljóst að faraldurinn verður viðfangsefni margra rannsókna, ritgerða, bóka o.s.frv., þegar hann er yfistaðinn.

En jafnvel þá er líklegt að niðurstöðurnar verði misvísandi, enda stór spurning um hvaða tölum er treystandi og þær munu auðvitað taka breytingum.

Rétt eins og Frakkar fóru ekki að telja andlát á dvalarheimilum fyrr en nýlega.

Annað dæmi sem vert er að velta fyrir sér er Ísland.  Eru dauðsföll vegna Kórónuveirunnar 3 eða 4 á Íslandi? 

Hvað hafði ferðmaðurinn, sem var sá fyrsti sem dó, verið lengi á Íslandi?  Enn hefur ekki verið staðfest hver var dánarörsök hans.

Á hann heima í tölulegum staðreyndum frá Íslandi eður ei?

En 25% af dauðsföllum skiptir auðvitað miklu máli í heildarniðurtöðunni.

Og sýnir hvað erfitt verður að taka allar breyturnar inn í jöfnuna og fá "hina einu réttu niðurstöðu".

G. Tómas Gunnarsson, 5.4.2020 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband