"Útskýringar fást hjá dyraverði."

Á sínum tíma voru alþjóðastofnanir eins og WHO, World Health Organitation, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, settar á laggirnar til þess að tryggja, að á einum stað væri að finna öll bestu ráðin í einstökum málaflokkum og besta og skilvirkasta útfærslan á alþjóðavísu í hraðvaxandi alþjóðasamskiptum á grunni samskiptaframfara. 

Það fyrsta, sem Íslendingar gerðu á lýðveldisárinu 1944 á þessu sviði, var að gerast sem fullvalda lýðveldi aðili að ICAO, Alþjóða flugmálastofnuninni. Allar þær fullvalda þjóðir, sem voru þar aðilar, afsöluðu sér hluta af valdi sínu til þess að til dæmis væri hægt að skipuleggja alþjóðaflug og flugrekstur eftir samræmdum reglum og koma í veg fyrir ringulreið og öryggisleysi. 

Síðan 1944 höfum við á svipaðan hátt orðið aðilar að ótal alþjóða- og fjölþjóðastofnunum og samstarfi á hinum ýmsu sviðum. 

Bandaríkin voru og hafa verið meðal helstu forystuþjóða í þessum efnum þar til nú, að hótað er af þeirra hálfu að draga sig út úr slíku, ekki bara varðandi WHO, heldur víðar. 

Bandaríkjaforseti hefur haft sérstöðu varðandi COVID-19 faraldurinn að kalla veikina alltaf Kínaveikina, af því að hún fannst þar fyrst að einhverju marki. 

Heimsfaraldurinn sé eingöngu Kínverjum að kenna. 

Með sömu rökum hefði mátt kalla spænsku veikina bandarísku veikina eða frönsku veikina, af því að hún barst í upphafi frá Bandaríkjunum til Frakklands og þaðan til Spánar. 

Og eyðni barst frá Afríku til Bandaríkjanna og annarra landa. 

Á sama tíma og ekki er þreyst á að benda á, að kórónafaraldurinn hafi átt upphaf í Kína og orðið miklu útbreiddari þar en kínversk stjórnvöld vilji enn viðurkenna, kemur frá sömu átt krafa um að WHO hætti að veita Kínverjum leiðbeiningar og aðstoð. WHO leggi alltof mikla áherslu á Kína. 

Kallar þessar mótsagnir ekki á útskýringar? 

Í hugann kemur, að þegar Sumargleðin fór á hverju sumri út á land, var það stundum svo, að grín, sem hafði gert sig í Reykjavík um veturinn, vakti ekki hlátur í dreifbýlinu. 

"Það hlær inni í sér" sagði Raggi Bjarna, og það var að vissu leyti rétt, því að þegar frá leið mundi sveitafólkið eftir margfalt fleiru úr dagskránni en Reykvíkingar. 

Samt voru í gríni æfð upp þau viðbrögð við þessu, að á vakt yrði einn Sumargleðimanna við sviðsbrún, og ef ekki yrði hlegið, gengi þessi vaktmaður fram á mitt sviðið og segði hátt og snjallt yfir salinn: "Útskýringar fást hjá dyraverði." 

Fróðlegt væri stundum að heyra útskýringar hjá dyraverði funda Bandaríkjaforseta. 


mbl.is Trump hótar að stöðva greiðslur til WHO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Sennilega sami dyravörður sem
henti Bernie Sanders út rétt í þessu!

Húsari. (IP-tala skráð) 8.4.2020 kl. 15:47

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar, 

Það má ekki gleyma að minnast á, að Alþjóðaheilbrigðistofnun (WHO) hefur sérstaka leyninefnd, er heldur utan um öll helstu lyfja- og bóluefnafyrirtækin, svo og heldur uppi daglegum hræðsluáróðri fyrir öllum þessum bólusetningum. Lyfja -og bóluefnafyrirtækin hafa hingað til séð vel til þess að moka peningum beint til ráðamanna á heilbrigðissviðinu. Hvað varðar núna Covid 19, þá má ekki gleyma að minnast á hann Bill Gates karlinn og áhrifa hans núna innan WHO, svo og stuðningsmenn hans dr. Anthony Fauci og George Soros. En dr. Fauci er einn aðalmaðurinn hans Donalds Trump sem að beitir núna öllum sínum ráðum til koma inn en meiri hræðsluáróðri (Dr. Fauci Went from a Possible 1.7 Million US Deaths Due to Coronavirus to a Possible 200,000 US Deaths in 14 Days!).  

KV. 

    "The World Health Organization (WHO) proclaims itself to be an agency that "is responsible for providing leadership on global health matters, shaping the health research agenda, setting norms and standards, articulating evidence-based policy options, providing technical support to countries and monitoring and assessing health trends." If this is the kind of leadership they offer, you should run the other direction! The more than 6.3 million Euros (equating to over 9 million American dollars) the WHO’s research center received from GlaxoSmithKline represents the vaccine program's number one income source. To which they respond,"We are aware that there appears to be a conflict interest."

    Increasingly, Big Pharma spends billions to influence what doctors see, read and hear, often persuading them to prescribe more drugs, just as it spends billions to taint researchers’ decision-making process...

... this financial conflict of interest is not an isolated incident with one researcher—the following list of WHO researchers, reported to have financial ties to Big Pharma, suggests a more systemic corruption:

Dr. Peter Figueroa, Professor in the Department of Community Health and Psychiatry in Jamaica, has received money from Merck

Dr. Neil Ferguson has received funding from Baxter, GlaxoSmithKline, and Roche, as well as from some insurance companies

Professor Malik Peiris in Hong Kong has received money from Baxter GlaxoSmithKline and Sanofi Pasteur

Dr. Arnold Monto, advisor to Chiron, GlaxoSmithKline, MedImmune, Roche, Novartis, Baxter and Sanofi Pasteur, has received funding from same

Dr. Friedrich Hayden, consultant to MedImmune and Sanofi Pasteur, received money from those companies, in addition to Roche, RW Johnson, and SmithKline Beecham

A national survey of physicians published in the New England Journal of Medicine in 2007, well-known and often quoted, found that 94 percent of physicians have a "relationship" with the pharmaceutical, medical device, or other related industries.(https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2010/01/07/who-advisor-secretly-pads-pockets-with-big-pharma-money.aspx)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 8.4.2020 kl. 17:26

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hræðsluáróðurinn" stenur þó varla á baki við það sem blasir við öllum í New York, að útfararstofur, kirkjur og líkbrennslur hafa aldrei lent í öðrum eins vandræðum vegna andláta, og vegna yfirfullra kirkjugarða er leitað að möguleika á að jarða hina látnu utangarðs. 

Ómar Ragnarsson, 8.4.2020 kl. 23:35

4 identicon

Sæll Ómar.

Það svar á við um WHO sem
Árni Þórarinsson gaf aðspurður hvort
hann yrði við útför Jóns Helgasonar, biskups:

"Þó fyrr hefði verið."

Vargfuglinn sem setið hefur í hreiðrum WHO,
Sameinuðu þjóðanna og Nató, þessu hreiðri vinstri manna
er nú loks rekinn upp af hreiðrum sínum og þeim steypt, -
þó fyrr hefði verið!

Hún er undarleg þessi tvíhyggja, annars vegar að hata Bandaríkin
og hins vegar að bandarískt gull flói af skál ætíð og alltaf.

Þeir Joe Biden og Bernie Sanders geta nú hroti hvor upp í annars kjaft
á fundum emókrataflokksins enda á útleið hvor um sig en ekki er víst
að fylgjendur þeirra geti sofandi reitt sig á gullið í framtíðinni.

Reikna má með verulegum breytingum og tímabærum á þeim stofnunum
sem nefndar voru hér að framan.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.4.2020 kl. 01:49

5 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Ómar 

Í öllum þessum hræðsluáróðri, þá hef ég fengið áhuga á að skoða af hverju öll þessi sjúkrahús þarna í Bandaríkjunum (eða New York og víða) eru svona líka mannlaus eða bara tóm, nú og þar sem fólk er farið mynda þetta allt saman undir #FILMYOURHOSPITAL og #EmptyHospitals, en í öllum þessum hræðsluáróðri þá passa þessi MSM -fjölmiðlar vel uppá minnast ekki á þetta.
KV. 

#FILMYOURHOSPITAL https://www.facebook.com/TheUnwoke/videos/2738498706248046/?v=2738498706248046&external_log_id=b29f0206c15386d3e7cedfd822efff1f&q=%23filmyourhospital

"Hospital Employee Assaults Citizen Journalist As #FilmYourHospital Goes Viral" https://www.facebook.com/groups/121720331851157/?epa=SEARCH_BOX

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.4.2020 kl. 11:14

6 identicon

Þú fyrirgefur Ómar en Kínaflensan var framleidd í Kína og faraldurinn er Kínverjum að kenna. Ef þú nenntir yfir höfuð að kynna þér málin þá varð covid-19 veiran (vírusinn sem veldur Kínaflensunni) til á markaði í Wuhan. Svona markaðir sem á ensku kallast "Wet market" selja lifandi villt dýr til manneldis. Sóðaskapurinn og óþrifnaðurinn á þessum mörkuðum er með ólíkindum. Búrum með lifandi dýrum staflað hverju ofan á annað og úrgandurinn dreifist úr einni tegund yfir aðrar sem neðar eru í búrstaflanum. Birnir, leðurblökur, marðarhundar, kettir, hreisturdýr, endur, svín og fleira mætti telja upp. Allt er þetta étið í Kína. Einkum eru það nýríkir Kínverjar sem éta villtu dýrin, það þykir fínt og er auk þess dýr matur sem sýnir velmegun þess sem neytir. Starfsemi þessara markaða í Kína var bönnuð tímabundið eftir Kínaflensuna 2002 minnir mig. Fljótlega vöru þeir þó opnaðir aftur og það sem verra var, að öll villt dýr í landinu voru sett í ríkiseign sem þýddi að allir máttu nú veiða þau.

Þessir markaðir þrífast með leyfi Kínverja, þeir eru staðsettir í Kína og það voru kínversk stjórnvöld sem reyndu að þagga niður í þeim aðilum sem vöruðu við Kínaflensunni. Faraldurinn er í boði Kínverja, á því liggur enginn vafi.

Um fjármálaóreiðu innan WHO og skort á gegnsæi ættir þú að vita - þetta er ekkert nýtt og er helsta ástæða þess að USA hætti að styrkja samtökin. Vissirðu Ómar að frá 2013 hefur WHO greitt 803 milljónir dollara í ferðakostnað - m.a. flug á fyrsta farrými og gistingar á 5 stjörnu hótelum? Árlegur ferðakostnaður WHO er hærri en samanlagður kostnaður við baráttu gegn eyðni, malaríu og berklum.

Þegar hinn eþíópíski Tedros Adhanom Ghebreyesus var kjörin yfirmaður þeirra samtaka (mótframbjóðandi hans var hinn breski David Nabbaro) var ljóst að fjármálaóreiðan myndi ekkert minnka. Tedros þessi er reyndar fyrrverandi leiðtogi TPLF - vopnaðra stjórnmálasamtaka kommúnista í Eþíópíu sem eru reyndar á lista yfir hryðjuverkasamtök vegna 10 atvika á árunum 1976 - 1990.

Tedros hefur verið duglegur við að bera lof á kínversk stjórnvöld og framgöngu þeirra vegna Kínaflensunnar.

Gæti verið að það hafi einhver áhrif þar á að Kínverjar ætla að styrkja uppbyggingu Smitsjúkdómastofnunar Afríku sem auðvitað verður staðsett í Eþíópíu?   

Jón Garðar (IP-tala skráð) 9.4.2020 kl. 11:18

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekkert verið að skafa utan af því í pistlum hvernir verstu einkenni alræðisstjórnararinnar í Kína komu fram í úpphafi faraldursins í Wuhan. En snjallsímamyndirnar sem sýndu það allt, sýndu líka hvar og hvenær fyrstu fórnarlömb faraldursins voru og eru, og því er það eðlilegt, að WHO beiti sér í þeirra þágu.  

Ómar Ragnarsson, 9.4.2020 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband