Aðfangadagskvöld páskanna bauð upp á hreinviðri syðra.

Síðdegið og kvöld þessa miðvikudags voru með bjartviðri og fullu tungli.Páskar 2020

Umferðin var áberandi þyngri víða í borginni síðdegis en verið hefur að undanförnu. 

Vonandi andæfir fólk þó áfram gegn háska um páska, en lag um þetta andóf þessara óvenjulegu páska hefur verið að mótast undanfarin dægur. 

Myndin er tekin úr Öskjuhlíð skömmu fyrir sólarlag á myndavél, sem kemst fyrir í lófa manns en er þó með 30 faldan aðdrátt, talsvert meiri en notaður var við að smella myndinni. 

Gleðilega páska. 


mbl.is Rúmlega 20 stiga hiti um páskana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Því miður virðist fátt benda til þess að þeim
er stendur í lyftingu bloggs þessa verði að ósk sinni
um að menn fari að tilmælum um að vera heima um páskana.
Þetta sýna mælingar á umferð um helstu þjóðvegi
svo ekki verður um villst.

Þetta er áhyggjuefni mest fyrir þá sem tilbúnir eru til að
sýna samborgurum sínum slíkt algert tillitsleysi og þeim sem
staðið hafa í eldlínunni sem og ekki síður þeim sem enn
eiga langt í land að ná bata að ekki sé minnst á aðstandendur þeirra
sem féllu fyrir þeim vágesti sem við var að fást.

Legg til að menn sjái að sér, snúi sömu leið til baka
og haldi sig innandyra um páskana.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.4.2020 kl. 14:35

2 identicon

Hey Omar!

Hví verður fríggjadagurin nevndur tilreiðingardagur,
og hvat er ein „stórur“ sabbatur?

Fríggjadagurin nevnist ’tilreiðingardagur’ tí seinnapartin
matgera fólk og gera tað arbeiðið liðugt,
sum ikki kann bíða til eftir sabbatin.

Faroese Mogga (IP-tala skráð) 9.4.2020 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband