Aðalvandinn hefur blasað við frá upphafi.

Ansi margir hafa orðið til þess frá upphafi til þessa dags að boða þá almennu leið í sambandi við Covid-faraldurinn, að sem minnst sé gert til að sporna við honum og afleiðingum hans, heldur komi best út að lokum, að sem flestir smitist, svo að það skapist hjarðónæmi. 

Snjallsímamyndir, sem bárust frá Kína í upphafi faraldursins þar, sýndu hins vegar allri heimsbyggðinni vel, líka forseta Bandaríkjanna, hvílíkt hörmulegt öngþveiti örvæntingar,  örmögnunar og dauða slíkt leiddi yfir fólkið í heilbrigðisstéttunum og aðra, svo sem útfararstofur, líkbrennslufyrirtæki og lögreglumenn. 

Ástandi sem olli algeru hruni alls þjóðlífsins. 

Kínverjar misstu fljótt lækninn, sem fyrstur kallaði á tafarlaus viðbrögð, og nú hefur svipað gerst í New York. 

Það fráfall sýnir líka þá hlið málsins, sem skautað er hjá í hinum köldu útreikningum, að hið andlega áfall fjölda fólks í hremmingum drepsóttarfaraldurs getur ekki síður tekið á sig ógnvænlegan toll en drepsóttin sjálf. 

Einnig er nú að koma í ljós hvílík fásinna það var í upphafi hjá sumum þjóðum að slá svo slöku við skimun, að margfalt fleiri voru sýktir en tölur sýndu, til dæmis hjá Bandaríkjamönnum og Bretum. 

Meðmælendur eftirsóknar eftir hjarðónæmi mæla nú margir með því að áhrifin á þjóðlífið fái meðferð í þeim anda með því að "spara stórfellda fjármuni" á þann hátt að veita atvinnulífinu enga styrki, heldur aflétta öllum takmörkunum og lofa veikinni að hafa sinn gang og lofa þeim fyrirtækjum að fara á hausinn, sem eigi það skilið hvort eð er. 

Með slíku er því alveg sleppt úr sparnaðarreikningnum hvaða áhrif á efnahagslífið stórfellt atvinnuleysi og tekjuleysi atvinnulífsins hefur í beinhörðum peningum og tapi. 

 


mbl.is Þekktur læknir í New York látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skyldi hjarðónæmi virka á þennan veirusjúkdóm ef smitaðir og svo taldir  læknaðir sýkjast svo aftur?
Þegar hafa 7 slík tilfelli fundist í Færeyjum sem telja má marktækari en frá flestum öðrum löndum.  Svo ekki sé nú talað um býsna hátt hlutfall.
Sennilega var betra að beita einangrunaraðferðinni í upphafi.

Kolbrún Hilmars, 28.4.2020 kl. 14:49

2 identicon

Hjarðónæmisaðferðin hefur tíðkast frá upphafi vega. Dæmi um árangur þeirrar aðferðar má finna í Spönsku veikinni og Stóru bólu svo að dæmi séu tekin. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 15:14

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrr á öldum þurftu menn yfirleitt að sætta sig við hjarðónæmi og/eða dauða.  Að vísu herma sögur að bóndi einn hafi flutt fjölskyldu sína  og hjú upp í óbyggðir til varnar svarta dauða - og heppnast það.
Þegar spánska veikin geisaði lokuðu aust- og norðlendingar "landamærum" sínum með ágætum árangri.  Þar sýkstust engir eða létust. 
Þessi dæmi eru ekki um hjarðónæmi, heldur einangrun gegn fárinu.

Kolbrún Hilmars, 28.4.2020 kl. 15:44

4 identicon

"Kínverjar misstu fljótt lækninn, sem fyrstur kallaði á tafarlaus viðbrögð, og nú hefur svipað gerst í New York. "

Þeir misstu hann ekki heldur einfaldlega drápu hann!

Birna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 16:35

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hjarðónæmi mun að öllum líkindum verða niðurstaðan á endanum nema áður finnist bóluefni og það verði framleitt í nægu magni. Spurningin er bara sú hversu langan tíma það tekur að ná því. Í Svíþjóð eru líkur á að þess sé ekki langt að bíða. Hérlendis er þess líklega mjög langt að bíða.

Og hvað varðar aðgerðir til að bjarga fyrirtækjunum, sem lögð hafa verið í rúst, væri sá kostnaður svo mikill að það yrði lítið aflögu til að greiða atvinnuleysisbætur og halda uppi grunnþjónustu. Það sem er ólíkt með þessari kreppu og þeim sem áður hafa komið er að þessi kreppa er framkölluð með aðgerðum stjórnvalda og hún er að mati Englandsbanka sú dýpsta í mörg hundruð ár. Hún á eftir að verða tugmilljónum að aldurtila.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2020 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband