74 á milljón látnir í Þýskalandi, 36 hér á landi.

Ríflega tvöfalt fleiri hafa dáið úr COVID-19 í Þýskalandi á hverja milljón íbúa heldur en hér á landi.

Hér á landi er talan 32 á hverja milljón íbúa, en 74 í Þýskalandi. 

Ef miðað er við þessar tölur einar, erum við Íslendingar mun betur á vegi staddir en Þjóðverjar og því ætti ekki að vera eins mikil hætta á slæmu bakslagi hér á landi og þar, ef slakað verður á ráðstöfunum gegn veirunni.  

 


mbl.is Smitum fjölgar eftir tilslakanir í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vonandi er þetta svo. En ég sé samt ekki alveg hvernig þessi röksemdafærsla gengur upp nema maður gefi sér að Þjóðverjar séu helmingi líklegri til að deyja úr pestinni en Íslendingar ef þeir smitast. En ef svo er ekki, þá er hættan á bakslagi líklega meiri hér því dánartölurnar gefa þá til kynna að í Þýskalandi hafi ríflega helmingi fleiri smitast og orðið ónæmir, og þar með séu færri móttækilegir fyrir veirunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2020 kl. 20:10

2 identicon

Skýringin gæti e.t.v. legið í því að COVID veiran hefur víða komist inn á elliheimili í Þýskalandi.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.4.2020 kl. 20:33

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er mögulegt. Hér hefur hún aðeins komist inn á elliheimili í Bolungarvík held ég. Hvort það er jafn stórt hlutfall vistmanna í allt sem hafa verið í hættu hér og í Þýskalandi veit ég samt ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2020 kl. 21:13

4 identicon

Er ekki talan milli 27 og 28 á milljón íbúa hérlendis. Allavega ef fólksfjöldinn er 366 þús. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 29.4.2020 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband