Ekki má gleyma fjölónæmi sýkla.

Bjagaðir lífshættir jarðarbúa koma víðar fram en í tilkomu nýrra drepsótta. Skefjalaus notkun sýklalyfja langt umfram þarfir gerir það að verkum að sýklar fá næði til að þróa með sér fjölónæmi gegn lyfjunum. 

Það kallar á æ sterkari lyf, sem smám saman verða hættuleg svo fyrir hýsilinn sjálfan, manneskjuna, að þau drepa hann jafnvel ásamt sníklinum. 

Í nýlegum pistli hér á síðunni var því lýst hvernig heilbrigt líf í dreifbýlinu í gamla daga þróaði greinilega ákveðið jafnvægi milli manna og dýra á bæjunum, þótt það vantaði baðherbergi, salerni og margt annað, sem nú er talið ómissandi. 


mbl.is Aðeins ein tegund ábyrg fyrir faraldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband