Kreppa: Oftast meiri órói og átök.

Djúpar kreppur í efnahagslífi þjða kalla oftast fram óróa og átök. Margt bendir til dæmis til þess að kreppa og skortur í Frakklandi vegna kólnunar veðurfars af völdum Skaftárelda 1783, sem stóð í nokkur misseri, hafi ýtt undir óróann, sem skóp Frönsku stjórnarbyltinguna. 

Ein hörðustu átök í stéttabarattunni spegluðust í Gúttóslagnum svonefnda 1932, þar sem tilefnið var kauplækkun hjá verkafólki og minnstu munaði að stórslys hlytist af í þessum átökum. 

Þar varð þó ekki komist hjá alvarlegum áverkum. 

Í kreppunni fyrstu árin eftir Heimsstyrjöldina fyrri urðu átök sem lögðu grundvöll að einveldi Mussolinis á Ítalíu 1922 og að Nasistaflokki Hitlers, sem náði alræðisvöldum í Þýskalandi 1933-34, en það var nánast bein afleiðing af atvinnuleysi og ófremarástandi af völdum heimskreppunnar. 

Áður en hún skall á var nokkurra ára tímabil sem svonefndir Locarno-samningar lögðu grunn að og gáfu von um að bærilega yrði hægt að vinna úr þeim vandamálum, sem illa grundaður Versalasamningur hafði lagt að 1919. 

Hitler fékk ekki afgerandi byr undir vængi fyrr en heimskreppan dundi yfir með þeim skammsýnu aðgerðum þjóðarleiðtoganna að reisa töllamúra og draga úr alþjóðaviðskiptum og samvinnu með harðvítugri þjóðernisstefnu.   

Hörmungarkaupið, sem verkamenn risu gegn í Gúttóslagnum er að vísu á allt öðru plani en kaup og kjör flugliða á okkar tímum. 

En oft nægir það eitt þegar um kjarasamninga og kjör er að ræða, að deiluefnið felist í kauplækkun og kjararýrnun. 

 


mbl.is „Þetta er grafalvarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband