Einn getur smita' marga tugi. Margir á ferð í dag. Myndir úr Þingvallaferð.

Það er rétt, sem kemur fram í tengdri frétt á mbl.is, að það fer mjög eftir fjölda ferðamannahópa sem koma til landsins hve margir þurfa að fara í sóttkví. Botnssúlur.

Hitt er athyglisverðara hve einn og einn maður, sem smitar, getur stundum náð að smita marga, jafnvel tugi. 

Í fyrstu ferð út út borginni í dag voru margir á ferðinni í góða veðrinu, á bílum, vélhjólum, reiðhjólum eða jafnvel gangandi. 

Það setur oft sérstakan svip á fjöllin snemmsumar, hvað mikill snjór getur verið enn í háum fjöllum, eins og myndin hér efst sýnir vel; en Botnssúlurnar, sem ná tæplega 1100 metra hæð og eru hæstu fjöllin á suðvesturhorni landsins, skarta enn fallegum hvítum snjó. Þingvallavatn Hengill

Það var sama hvar á þessum aksturshring var ekið í dag, að alls staðar voru góð mótív fyrir myndir. 

Áberandi var nær alls ekkert var um það að minna en tveir metrar væru á milli einstaklinga og að á þessum aksturshring virtust langflestir meðvitaðir um mikilvægi nándarreglunnar, sem enginn veit nákvæmlega hve lengi á eftir að vera í gildi. 

Myndirnar, sem verða settar hér á síðuna, voru teknar á leið um Þingvallahringinn í dag, þar sem þrátt fyrir frekar svalt maíveður, var ríkjandi einstaklega bjart og fallegt vorveður, sem fólk virtist hvarvetna keppast við að njóta eftir alveg einstaklega leiðinlegan vetur, sem verður lengi í minnum hafður. 

Næstefsta myndin er tekin af austurbakka Þingvallavatns með útsýn yfir í Grafning þar sem Hengill gnæfir yfir vatnið. Bifhjól,bílar 16.maí 2020

Í vetur voru 102 ár voru liðin síðan miklu verri drepsóttarvetur reið yfir hér á landi og spánska veikin varð 500 manns að aldurtila, en það samsvarar 1500 manns á okkar dögum, ef tekið er tillit til þess að þrefalt fleiri búa nú á Íslandi en 1918. Þingvellir.16.5.2020.Miðst.

 

 

 

 


mbl.is Af hverju fjölgaði um 133 í sóttkví?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Við munum öll, við munum öll, við munum öll deyja" söng Bubbi á sínum tíma. Þá var það "brenna, stikna". Nú er það "Við munum kvefast ..."

Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2020 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband