Eins og í óbeinu reykingunum; rétturinn til að verða ekki sýktur.

Á sínum tíma kostaði það margra ára og áratuga harða baráttu fyrir bindindisfólk á tóbaksreykingar að koma á reykingabanni þar sem allir næstaddir höfðu fram að því verið neyddir til að innbyrða reyk í óbeinum reykingum, sem sannað var, að hafði á sér þau einkenndi smitsjúkdóms að vera krabbameinsvaldandi. 

Þetta snerist um svipað fyrirbæri og landhelgin er hjá eyríkjum heims, og mætti kalla mannhelgi; um leyfða lágmarks nálægð. 

Nú er verið að glíma við svipað fyrirbæri, að þeir sem kunna að vera smitaðir, úði smitúða yfir þá sem eru of nærstaddir til þess að geta forðast smit.  

Þegar yppt er öxlum yfir því að fólk hópist samam í stóra og þrönga hópa, eru það ekki gild rök að nú sé hættan á smiti orðin svo lítil, að nánast engin hætta sé á því að einhver einn smitberi sé innan um alla í hópnum. Tveggja metra mannhelgi. 

Það ræður því hins vegar enginn, hvort svo sé, á meðan upp koma smit, þar sem á stundum geti einn maður smitað tugi ef ekki hundruð. 

Í upphafi COVID-19 faraldursins þegar afar dreifð og fá smit voru komin á kreik og ekki vitað um neinn smitaðan enn í mörgum löndum, vakti það undrun þegar upp komst að á bandaríska flugmóðurskipinu Roosevelt væri meirihluti 800 skipverja smitaður. 

En svona afmarkað rými er alveg sambærilegt við stóran heitan pott eða troðfullan sal af fólki. 

Bandaríkjaher hefur tekið farsóttarmálið afar föstum tökum, og í sjónvarpsviðtali um daginn s sagði talsmaður hersins að þetta væri nýjasta stríð Bandaríkjahers.

Hann var spurður, hvenær menn byggjust við því að máttugasti her heims hefði unnið sigur í því stríði og hann svaraði: "Við erum viðbúnir því að þetta sé óvinnandi stríð og teljum ekki sigur unninn fyrr en ekki finnst neins staðar eitt einasta smit."  


mbl.is Vonuðu að fólk virti reglurnar betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband