Örlagaríku atburðirnir fyrir 80 árum. Líka þeir, sem leyndu á sér.

Fyrir réttum 80 árum var í gangi einhver ótrúlegasta atburðarás hernaðarsögunnar þegar Þjóðverjar sátu um Dunkirk á Ermassundsströnd Frakklands og við blasti uppgjöf hátt í 400 þúsund hernmanna, flestir þeirra breskir. 

Leifturstríðið Þjóðverja, þar sem aðeins tók rúman mánuð fyrir þá að æða yfir Niðurlönd og Frakkland í hernaðaraðgerð án hliðstæðu, þurfti all langa greiningu sagnfræðinga síðar meir il þess að aðalatriðin kæmur fram. 

Þau voru ekki meiri mannafli, franski herinn var sá stærsti í heimi, 5 milljón manns, sá þýski 3,7 milljónir. Þjóðverjar höfðu líka hvorki mikið fleiri skriðdreka eða flugvélar.

Í lok ósigurs Frakka áttu þeir gnægð af glænýjum og stórgóðum Dewoitine orrustuflugvélum, en enga flugmen til að fljúga þeim!   

Aðalástæðan fyrir yfirburðum Þjóðverja í Leifturstríðinu fólst í notkun, samhæfingu og skipulagi mannafla og hernaðartækja, og númer eitt var yfirburða samskiptatækni, þar sem Luftwaffe studdi fótgönguliðið og skriðdrekaherfylkin af áður óþekktum hraða og nákvæmni. 

Foringjar fótgönguliðsdeildar, sem lentu í vandræðum, gátu ævinlega náð sambandi við loftherinn, og Stuka árásarvélarnar voru komnar á vettvang á innan við hálftíma, tvistruðu frönsku og bresku herdeildunum og skóp örvæntingu og ringulreið. . 

Fyrir réttum 80 árum stóð yfir kraftaverk hvað snerti það að dauðadæmdur breski herinn í Dunkirk, komst nær allur sjóleiðis yfir til Bretlands, alls 338 þúsund manns. 

Missti að vísu allan búnað sinn og hertól í hendur Þjóðverja, en heraflinn sjálfur rann Þjóðverjum úr greipum, og telja margir að tveggja vikna töf á sveitum Guderians, sem Hitler og Rundstedt fyrirskipuðu af öryggisástæðum, hafi verið mistök, sem réðu jafnvel úrslitum. 

Lítil frétt frá 22. maí 1940 varð ekki upplýst til fulls fyrr en löngu eftir stríðið. 

Þá nýttu Bretar sér það að vera búnir að ráða Enigma dulmálslykil Luftwaffe þannig að þeir gátu nýtt sér það, það sem eftir var stríðsins. 

Gallinn var sá, að langoftast var ekki hægt að notfæra sér þetta í hvert og eitt skipti, því að þá hefði Þjóðverja farið að gruna hvers kyns var. 

En samt voru þeir hernaðarsérfræðingar til sem áætluðu, að þetta "vopn" Breta hefði stytt stríðið um eitt eða jafnvel tvö ár. 

Það er efni í annan pistil.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það var stórkostlegt afrek þegar þeir sótti herinn á smábátum og björguð honum. Spurningin er hvort Hitler hélt ekki aftur af sér í þeirri von að hann gæti samið frið við Breta sem hann vildi.

Halldór Jónsson, 29.5.2020 kl. 13:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, þetta er góð spurning.  Það var líka annað, sem þeir Hitler og Rundstedt höfðu í huga, að eini stóri tilgangur þessarar einhverrar "flottustu herferðar" allra tíma, sem Von Manstein, besti strategiski herforingi Þjóðverja, hafði skipulag, var að knésetja Frakka á öruggan hátt og taka ekki hina minnstu áhættu. 

Rúmlega 300 þúsund Bretar vógu augljóslega miklu minna en 5 milljón manna her Frakka. 

Ómar Ragnarsson, 29.5.2020 kl. 14:03

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þeta er nú að mörgu leyti rétt hjá þér Ómar.  Þó eru þarna nokkrar staðhæfingar sem vert er að leiðrétta.

Í fyrsta lagi er það algerlega fráleit staðhæfing að þýski hershöfðinginn og skriðdrekaforinginn  Guderian hafi vilja bíða með að ráðast til atlögu gegn innikróuðum her Breta við Dunkirk. Þvert á móti sótti hann það mjög stíft við Þýsku herstjórnina að láta strax kné fylgja kviði.  Vitað er að Göring, yfirmaður Luftwaffe ofmat getu þess og var í ofanálag  orðinn afbrýðisamur gagnvart skriðderkaforingjunum  og vildi gjarnan verða sér úti um stærri hlutdeild  í sigrinum. Hann mun því hafa sótt það mjög stíft við Hitler að fá að sjá um að koma í veg fyir fljótta breska hersins frá Dunkirk sem Hitler samþykkti.  Megin ástæðan kann hins vegar að hafa verið önnur eins og margir stríðssagnfræðingar hallast að. Sem sé sú að Hitler hafi viljað leyfa Bretum að bjarga andlitinu með því að  koma ekki í veg fyrir að þeim tækist að koma megninu af hernum yfir til Englands. Þannig myndi hann (Hitler) eiga meiri líkur á að fá Breta að samningaborðinu og semja um frið, eins og þú Halldór minnist á. Á þetta lét Hitler reyna, fljótlega eftir uppgjöf Frakka, en Churchill hafnaði.

Í annan stsð er það rangt að Þjóverjar hafi haft fleiri flugvélar og fleiri skriiðdreka undir höndum en Bretar og Frakkar.  Því var alveg þveröfugt farið þó munurinn væri ekki mjög mikill.

Um þessar staðhæfingar mínar má allt lesa í mjög virtum bókum eins og Der Zweite Weltkrieg  eftir franska sagnfræðinginn Reymond Cartier.   

Ég hef hvergi heyrt fyrr né lesið að Bretar hafi verið búnir að leysa dulmálslykil Luftwaffe þegar þarna var komið sögu.  Hins vegar er alþekkt sú staðreynd að þeim tókst að leysa dulmalslykil sjóhers Þjóðverja um miðbik stríðsins.  Þetta tókst með Smíði mekanískrar ofur-rreiknitölvu.

Daníel Sigurðsson, 29.5.2020 kl. 14:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég segi það beinum orðum að Hitler og Rundstedt og engir aðrir en þeir tveir hafi fyrirskipað að sveitir Guderians, skyldu nema staðar. 

Guderian neyddist til að stöðva sveitir sínar, þegar yfirmenn hans skipuðu svo fyrir, en auðvitað var það Guderian þvert um geð. 

Í Rússlandsstríðinu var honum það þvert um geð að hlýða Hitler aftur og láta sveitir sínar stansa á hraðferð til Moskvu og eyða meira en mánuði í herför suður í Ukrainu. 

Seinna um veturinn óhlýðnaðist Guderian skipun um að hætta flótta undan Rússum og standa kyrr í vonlausri aðstöðu. 

Þá rak Hitler hann tímabundið. Ekkert er fjarri mér en það að styðja við þær kenningar, að Guderian hafi haft rétt fyrir sér í öll ofangreind skipti. 

Í bókinni "World War II day by day" eftir Christopher Argyle stendur skýrum stöfum, að 22. maí hafi Bretar byrjað að fikra sig áfram með að lesa lykil Luftwaffe.  

Hvergi stendur, hvork hjá mér eða í bókinni, að þeir hafi verið búnir að ráða lykil sjóhersins. 

Í pistlinum leiðrétti ég þann algenga misskilning að Þjóðverjar hafi haft yfirburði hvað snerti tölu flugvéla og skriðdreka. 

Ómar Ragnarsson, 29.5.2020 kl. 16:40

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Afsakaðu Ómar að ég hafði þig fyrir rangri sök varðandi Guderian. Ég einfaldlega mislas textann hjá þér varðandi þann hluta.

Varðandi dulmálslykilinn þá segir þú orðrétt:

Lítil frétt frá 22. maí 1940 varð ekki upplýst til fulls fyrr en löngu eftir stríðið. 

Þá nýttu Bretar sér það að vera búnir að ráða Enigma dulmálslykil Luftwaffe þannig að þeir gátu nýtt sér það, það sem eftir var stríðsins. 

Þar sem flóttinn frá Dunkirk átti sér stað nokkrum dögum seinna eðs frá 26. maí til 4.  júní,  þá er ekki hægt annað en skilja orð þín þannig að Bretar hafi verið búnir að ráða dulmálslykilinn áður enn flóttinn hófst.

Vaðandi fjölda skriðdreka og flugvélar segir þú orðrétt:

Þjóðverjar höfðu líka hvorki mikið fleiri skriðdreka eða flugvélar.

Skv. Mínum lesskilningi ert þú að halda því þarna fram að Þjóðverjar hafi ekki haft mikið fleiri skriðdreka eða flugvélar.  M.ö.o. að Þjóðverjar hafi haft fleiri skriðdreka og flugvélar en ekki þó mikið fleiri.  Hefðir þú hins vegar slept orðinu  mikið þá værir þú að halda hinu gagnstæða fram, þ.e.a.s. að Þjóðvejar hafi ekki haft fleiri Skriðdreka og flugvélar Ertu ekki sammála þessari túlkun minni?

Daníel Sigurðsson, 29.5.2020 kl. 20:01

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, jú, því að efti að lengi vel hafði mátt sjá mikið gert úr því að Þjóðverjar hefðu haft miklu fleiri flugvélar og skriðdrekar en Frakkar, að fjöldinn hefði haft úrslitaáhrif. 

Það er alrangt, tölurnar voru Frökkum og Bretum í vil, en það sem réði úrslitum var skipulagið á notkun og nýtingu þýsku skriðdrekanna og flugvélanna, sem var hreinlega á öðru plani en ruglið og ringulreiðin hjá Frökkunum. 

Sumar flugvélar bandamanna, eins og Fairey Battle, voru orðnar úreltar á örfáum árum eftir að þær komu fram. Fairey Battle voru skotnar niður eins og flugur í Niðurlöndum þar sem þeim mistókst alveg að sprengja brýr og vegi til að hamla framsókn Þjóðverja, og fengu viðurnefnið "fljúgandi líkkisturnar." 

Átján voru sendar til Íslands síðsumars, og á herráðfundi þar sem það mál var ákveðið, sagði einn fundarmanna, að nær væri að senda flugdreka. 

Þeir kæmust þó á loft í rokinu á Íslandi og það væri erfitt að skjóta þá niður! 

Ómar Ragnarsson, 30.5.2020 kl. 00:53

7 identicon

Heill og sæll ,

í bókinni "Churchills deception "eftir Lois C.Kilzer bandarískan Pulitzer verðlaunahafa er meðal annars fjallað um þessi mál , mjög forvitnilegt.

Kveðja Skúli Brynjólfur

Skúli Brynjólfur Steinþórsson (IP-tala skráð) 30.5.2020 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband