Meira að segja krufningin veldur deilum og ólgu.

Í fréttum hefur verið greint frá því að George Floyd hafi verið krufinn og að krufningin hafi valdið hörðum deilum og ólgu út af fyrir sig, vegna þess að samkvæmt henni hafi kyrkingartakið harða, sem stóð yfir í tæpar níu mínútur samkvæmt myndgögnum, verið aðeins ein af hugsanlegum þremur aðal orsökum dauða Floyds, sem hafi verið þessar: 

Hjartaveila sem olli hjartastoppi, ofneysla fíkniefna og harðræði í handtöku.  

Aðstandendur Floyds heimta hins vegar að fenginn verði óumdeilanlga óháður sérfræðingur til þess að úrskurða um dánarorsök. 

Það sem veldur þessum deilum er, að ekki verður betur séð af myndgögnum en að lögreglumaðurinn leggist með hné sínu a öllum þunga á háls Floyds í tæpar níu mínútur og að í síðustu stunu Floyds á dauðastundu andvarpi hann: "Ég get ekki andað." 

En með krufningunni virðist þessu vera snúið um það að spurningin snúist um annars konar beint orsakasamband, sem ekki hafi verið kyrking og köfnun sem olli hjartastoppi, heldur hugsanlega það að veilt hjarta og banvæn víma hefðu jafnvel hvort eð er valdið dauða. 

Bara ófyrirséð óhapp, að hann var fyrirfram svona illa á sig kominn. 

Þegar síðuhafi fór i fyrsta ferðir sínar til Bandaríkjanna og hitti Íslendinga þar, sem sumir hverjir höfðu búið þar alla tíð, kom það á mjög á óvart hve margir þeirra voru harðir andstæðingar jafnréttisstefnu Kennedys og Johnsons, sem þá voru þar við völd. 

Þessir íslensku viðmælendur sögðu, margir hverjir: 

"Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Blökkufólkið er öðruvísi, það er meira að segja öðruvísi lykt af þessu liði og muninn á hvítum og svörtum vitum við um en ekki þið heima, langt í burtu." 

Af þessu dapurlega tali dmá ráða, að ólgan núna eigi sér mjög djúpar og gamlar rætur, sem skila sér meira að segja í atriðum eins og málsmeðferð og krufningu. 

Og að þetta megi sjá og heyra í alls konar yfirlýsingum eins og hjá núverandi forseta um að blökkufólk, sem gagnrýni hannm, eigi að hypja sig til upprunalands síns og nú síðast, að það sé eðlilegt orsakasamhengi að beiting skotvopna fylgi búðahnupli. 

 

 


mbl.is Lögreglumaðurinn ákærður fyrir að myrða Floyd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"leggist með hné sínu a öllum þunga á háls" 

hvar var hitt hnéð, tók það engan þunga?

Grímur (IP-tala skráð) 31.5.2020 kl. 11:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er þekkt staða úr hnefaleikum hjá þeim, sem eru við það að hníga niður, "að taka hné" (to take knee) til þess að fá dómarann til að hefja talningu og gefa þar með hlé til að jafna sig.   

Með þessu fórnar sá, sem hvílist, einu stigi en bjargar sér oft með þessu frá því að verða sleginn endanlega í gólfið. 

Í þessari stöðu hvílir nær allur líkamsþunginn á hnénu, oftast hægra hné, en hitt hnéð er í hlutlausri 90 gráðu stöðu.  

Með því að fara inn á Youtube og skoða bardaga Muhammads Ali (þá Cassius Clay) og Archi Moore, má sjá hvernig Moore reynir að kaupa sér tíma og hvíld með þessum hætti í 4. lotu. 

Ómar Ragnarsson, 31.5.2020 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband