Orð bandaríska seðlabankastjórans reyndust sannmæli.

Bankastjóri hjá Seðlabanka Bandaríkjanna sagði í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 mínútur þegar útlitið var sem svartast í Bandaríkjunum, að lærdómurinn af of varfærnum aðgerðum stjórnvalda eftir bankakreppuna 2008 væri sá, að óhætt væri og raunar bráðnauðsynlegt að veita miklu meiri fjármunum sem beinast og hraðast í að mæta samdrættinum vegna COVID-19 en hefði verið gert fyrir ellefu árum. 

Um þetta var fjallað hér á síðunni á sínum tíma.  

Banksstjórinn sagði, að algert forgangsatriði væri að koma í veg fyrir atvinnuleysi, og nú er að koma í ljós, að vegna "þriggja trilljóna aðgerðarinnar" eins og hún var nefnd upp á bandarískan talnanotkun, og ríkisstjórnin og þingið stóðu að, hefur heldur betur verið rennt stoðum undir kenninguna um að nógu óhikuð og myndarleg varnaraðgerð yrði að koma til. 

Þess má geta, að þótt einhverjum kunni að finnast glannalega mikið gert í þessum efnum hér á landi, er það hlutfallslega talsvert hærra en hér í mörgum löndum.  


mbl.is Ný skýrsla sú óvæntasta í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband