Bandarísk útgáfa af silfri Egils.

Sagan af þeirri hugmynd Egils Skallagrímssonar að dreifa silfri sínu yfir Alþingi á Þingvöllum, og "myndi þá þingheimur berjast,", honum til mikillar skemmtunar;  hefur löngum verið ein þekkasta "hvað, ef-" sagan af svona tagi í heimsbókmenntunum.

Sagan sýnir áhuga og álit fornkappans á mannlegu eðli, og hin bandaríska útgafa af hugmynd í stíl silfurs Egils, milljóndala fjársjóðskistan í Klettafjöllunum í Norður-Ameríku, hefur raunar sannast í gegnum aldirnar á mörgum stöðum í vestanverðu víðerninu, þar sem rústir eru enn af heilu draugabæjunum og þorpunum, sem risu þegar gullæði af ýmsu tagi rann á þúsundir manna, er þeir flykktust á ímyndaðar eða raunverulegar slóðir mikilla auðæfa í jörðu.  

Egill reiknaði með mannfalli og fjðlda særðra manna í sinni hugsýn, og hinn bandaríski Egill, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is,  hefði kannski átt að lesa Eglu, áður en hann varð til þess, að vísu óbeint, að fjórir menn létu lífið í misheppnaðri leit að auðæfunum í fjöllunum. 


mbl.is Fann milljón dala fjársjóðskistu á fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband