Gamalkunnugt álitamál og byltingarkennd kenning.

Í þeim umbrotum og Skeiðarárhlaupum, sem urðu á fyrri hluta síðustu aldar, urðu til tvær skýringar á þessum atburðum í Grímsvötnum, svo sem árin 1934 og 1937. 

Annars vegar að eldgos undir ísnum hleypti af stað hlaupum úr Grímsvötnum niður Skeiðará, eða öfugt, að farglétting fullra Grímsvatna, sem brytist út um útfallið við austanvert Grímsfjall, hefði þau áhrif á kviku undir vötnunum, að þrýsingsminnkunin framkalla'ði eldgos. 

Kenningin um að fargminnkun íss ofan á eldstöðinni gæti framkallað eldgos þótti afar nýstárleg þegar hún kom fram og umdeilanleg, en smám saman vann hún á var síðar útvíkkuð út í það að þegar ísaldarjökullinn hvarf fyrir 11 þúsund árum hafi eldgosavirkni á jöiulsæðinu orðið allt að 30 sinnum meiri á tímabili en áður. 

Og nú velta vísindmenn vöngum yfir því hvað gerist ef og þegar núverandi jöklar hverfa. 

Öllum mælingum á þessu umbrotasvæði hefur farið svo mikið fram, að núna vefst orsakasamhengið síður fyrir vísindamönnum en áður. 


mbl.is Eldgos brjótist út í lok jökulhlaups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband