Verður "farsi" hjá okkur eins og hjá Dönum? Við ráðum því sjálf.

Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur í ljósi stöðu sinnar og yfirvegunar reynt að nýta þekkingu sína á sínu sérsviði til að móta þær reglur og takmarkanir sem eru í gildi vegna COVID-19 breyta þeim, ef það er óhætt. 

Eina reglu hefur hann þó gert að þeirri einu, sem hann ítrekar sífellt að sé sú besta og gefi bestan árangur; 2ja metra reglan, sem ágætt er að nefna sem stystu nafni; nándarregluna. 

Í Danmörku er bent á það sem farsa þegar stjórnmálamenn séu að þusa um atriði eins og það hve lengi brúðkaupsveislur megi standa, en auðvitað skiptir lengd samkomunnar litlu máli ef nándarreglan er þverbrotin allan tíma. 

Nú má sjá vaxandi merki um kæruleysi hér heima fari vaxandi. Í íþróttafréttum í sjónvarpinu í kvöld voru gamlir taktar teknir upp við að fagna mörkum. 

Sjá má farið að ráðum Þórólfs í kirkjum og samkomusölum, en síðan eins og öllu sé gleymt í kaffinu á eftir.  

Það er alltof mikið í húfi til þess að slakað sé um of á í þessum efnum, því að það getur orðið tugmilljarða virði að hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar . 

Og það má ekki verða "farsi" hjá okkur eins og hjá Dönum.  


mbl.is Opnun Danmerkur „að breytast í farsa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já kæruleysið er að vaða uppi hjá okkur aftur. Af hverju í andskotanum getum við ekki hagað okkur eins og við  séum ekki bara sauðir og blesar?

Halldór Jónsson, 16.6.2020 kl. 02:01

2 identicon

Fólk horfði upp á reglur um fjöldatakmarkanir og nánd vera þverbrotar í mótmælum á Austurvelli - svo ef þau þurfa ekki að fara eftir reglunum þá ætti hinn almenni borgari ekki að þurfa þess heldur

Grímur (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband