Áberandi flöskuháls. Útskiptanlegar rafhlöður - koma svo!

Í hringveginum einum eru ekki færri en 32 bensínstöðvar. Það tekkur varla nema 2-5 mínútur að fylla á hvern bíl og þessi afkastageta hefur verið lykillinn að nothæfni þessa orkugjafa. 

Í sjónvarpsþættti á Hringbraut fór Finnur Thorlacius í reybsluferð á Þudi rafbíl frá Reykjavík til Akureyrar.

Síðuhafi sá ekki þáttinn en hefur frétt lauslega af efni hans, svohljóðandi:  

Hann ók á um það bil 85-90 km hraða og stansaði á leiðinni til að  fá sér pylsu og bæta sem svaraði rúmlega 60 kílómetra aukadrægi til að komast alla leið. DSC08862

En á Akureyri kom í ljós, að afkastageta hraðhleðslustöðvarinnar þar var það léleg, að úr varð alaveg óþörf töf. 

Í reynsluferðum á rafhjólinu Super Soco Cux í síðustu vikuu hefur komið í ljós, að ef á boðstólum væru útskiptanlegar rafhlöður á þessari leið á níu stððum, svipað kerfi og er til dæmis á Pævan, væri hægt að fara á slíku hjóli, sem gengur fyrir útskiptanlegum rafhlöðum á um það bil sjö klukkustundum milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir - já - athugið það 350 krónur í orkukostnað hvora leið. 

Endurtek 350 krónur í orkukostnað hvora leið, 700 krónur í orkukostnað báðar leiðir. Fiat Centivento

Fiat verksmiðjurnar hafa sýnt rafbílinn Fiat Centivento, sem byggir á kerfi útskiptanlegra rafhlaðna. Fimm mínútur tekur að skipta þeim út. Drægi bílsins getur orðið meira en 400 kílómetrar.  Það er heilmikið að gerast í þessum málum. 

Orkuskipti - útskipti - koma svo!

Um síðustu helgi var prófað að fara á Honda PCX 125 cc vespulaga hjóli af svipaðri stærð og Super Soco Cux í skreppferð frá Reykjavík til Blðönduóss og til baka aftur. 

Farið af stað klukkan hálf tólf, rekin erindi nyrðra milli klukkan hálf þrjú og sex og skutlast suður til baka. Þjóðvegahraði, allt að 90 km/klst. 

Alls tæplega 500 kílómetrar. DSC08898

Fyrir hreina tilviljun varð úr samflot við mann, sem ók svipuðu vespuhjóli frá Akureyrir til Reykjavíkur þetta laugardagssíðdegi. 

Orkukostnaður um 2000 krónur þá leið. 2500 krónu orkukaup fyrir leiðina Reykjavík-Blönduós-Reykjavík. 

Orkunýtni - koma svo!


mbl.is Tíu nýjar hraðhleðslustöðvar loks væntanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útskiptanlegar rafhlöður væru örugglega lausn sem myndi leysa margann vandann. Þetta myndi ekki einungis lengja drægið heldur líka minnka stoppið og auk þess lengja líftíma bílanna sjálfra. Að sjálfsögðu þyrfti þá að reikna líftíma geymanna inn í útskiptaverðið. Væri þetta ekki kjörið verkefni fyrir íslenska hugvitsmenn að spreyta sér á?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 10:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefurðu ekki ráð á kaupa bensín á venjulegan bíl eins og venjulegir ellibelgir?

Hvaða máli skipta einhverjar krónur í svona tilgangslaust flandur

Halldór Jónsson, 16.6.2020 kl. 13:35

3 identicon

Þú vilt halda áfram að styrkja olíufurstana, vini þína, í miðausturlöndum, Halldór?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 16:47

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eg á tæplega 14000 kílómetra að baki á þessu hjóli í ferðum, þar sem ég hef hvort eð er verið einn á ferð og verið jafnfljótur og ef ég hefði verið á bíl. 

Raunar fljótari þegar umferðarteppurnar eru hvað mestar í Reykjavík.

Sparnaðurinn nettó vegna orkukaupanna miðað við ódýrasta bensínbíl hefur numið 112 þúsund krónum og heildar útgjaldasparnaður miðað við tölur FÍB og ríkisins er orðinn mörg hundruð þúsund krónur. 

Það má gera sitthvað skemmtilegt og nýtilegt fyrir þá peninga. Þar að auki sýnir blönduð farartækjanotkun mín undanfarin ár, að lág laun eru ekki lengur afsökun fyrir því að gera ekki neitt í því máli.  

Ómar Ragnarsson, 16.6.2020 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband